fbpx

Af hverju á fyrirtækið þitt að blogga?

by | Feb 11, 2019 | Efnismarkaðssetning, HubSpot | 0 comments

Þú vilt ekki fá bara einhverjar heimsóknir á síðurnar þínar. Þú vilt fá heimsóknir þar sem ákjósanlegir viðskiptavinir fá þær upplýsingar sem þeir eru að leita að.

Blogg

Blogg er eitt vanmetnasta tól markaðsfræðinnar. Með því að blogga ertu að búa til efni um þá hluti sem fyrirtækið þitt er að gera og hefur sérkunnáttu í. Þannig ertu að búa til gagnagrunn (bókasafn) fyrir vænlega viðskiptavini sem vita ekki hvernig þeir eiga að snúa sér.

3196.jpg

Með því að blogga reglulega ertu einnig að búa til nýtt efni fyrir viðskiptavini sem heimsækja síðuna þína oft. Þannig verður hún ekki einsleit og óspennandi fyrir þá sem sækja hana títt.

Margir gætu verið að hugsa, ég hef ekki tíma til að blogga endalaust og hvað ætti ég svo sem að blogga um.

Það er nú það. Hvað gerir fyrirtækið þitt og hver er kjarnafærni fyrirtækisins?
Hvernig væri að skrifa 300 orð um það. Það væri allavega byrjunin. 
Til að byrja með getur þú einsett þér það að skrifa eitt blogg á mánuði.
Með tíð og tíma mun verða til safn af bloggum um efni sem eiga við fyrirtækið þitt og þá þjónustu eða þær vörur sem það selur.

Segjum sem svo að fyrirtækið þitt sé á heilbrigðissviði. 
Þú skrifar eitt blogg á mánuði um verkefni eða vandamál sem fyrirtækið þitt er að fást við. Þannig verður til grunnur á netinu sem viðskiptavinir geta séð þar sem þú ert að sýna fram á sérkunnáttu þína og að þeir geti leitað til þín ef þeir eiga við svipað eða sama vandamál að stríða.

Málið með bloggið er að leitarvélar elska efni sem er einhvers virði og munu verðlauna þig fyrir það.

Samkvæmt skoðunarkönnun sem HubSpot framkvæmdi sögðu 60% fyrirtækja sem blogga að þau hafi aflað fleiri viðskiptavina en ella.

Síðast en ekki síst, með því að blogga ertu að búa til efni fyrir samfélagsmiðla!

Hvað er að stoppa þig?

Eina sem þú þarft að gera er að byrja.

  1. Gerðu áætlun, hvað ætlaru að blogga um?
  2. Hvað ætlaru að blogga oft?
  3. Hvernig á tónninn að vera

Hættu að afsaka þig og settu þér markmið að vera búin að skrifa eitt blogg áður en árinu er lokið.

Ef þú ert óviss með þetta og veist ekki hvar þú átt að byrja þá er alltaf heitt á könnunni hjá okkur.

Þá geturu líka alltaf sent okkur línu á vert@vert.is

Kynntu þér HubSpot nánar.

[hubspot type=form portal=1484662 id=180f092f-da79-490b-a2d2-abec3787f3e4]

Deildu gleðinni

Tengdar greinar