Annað árið í röð var bandaríska fyrirtækið Microsoft valið það fyrirtæki í heiminum sem væri með besta orðsporið í samfélagsábyrgð af fyrirtækinu Reputation Institute. Þetta árið var Microsoft ásamt Walt Disney, Google og BMW hlutskarpast.
Hér má sjá áherslur Microsoft í umhverfismálum tengt samfélagsábyrgð.
Meðal þess sem einnig kom fram er að 73% neytenda eru jákvæðir gagnvart því að mæla með fyrirtækjum/vörumerkjum sem talin eru sinna samfélagsábyrgð á trúverðugan hátt.
Hér má sjá nánari útlistun á könnuninni.
Hér má sjá vefsíðu Microsoft um samfélagsábyrgð og frekari útlistun á GRI vottun tengt skýrslugjöf fyrirtækisins.