Það er oft talað eins og markaðsstarf eða markaðsfærsla gangi útá það eitt að blekkja saklausan og varnarlausan almenning til að gera það sem hann vill alls ekki.
Þetta er rangt. Þeir sem eru blekktir til einhvers, eru ekki líklegir til að gera það aftur. Farsælt markaðsstarf gengur útá að uppfylla þarfir neytenda með hagnaði – þetta er einfaldasta útskýringin á því hvað markaðsstarf gengur útá.
Ýmir Vigfússon tölvufræðingur var í viðtali á Rás 2 17. sept 2013 (set ártalið fyrir þá sem lesa þetta e. nokkur ár 😉 Í viðtalinu, sem var mjög áhugaVERT að mörgu leiti komu samt fram þessi viðhorf um að almenningur væri varnarlaus, þyrfti að sjá í gegnum klæki markaðsmanna o.s.frv.
Hlusta má á viðtalið við Ými hér: NEYTENDUR KORTLAGÐIR
En hvort er það góð þjónusta eða klækir að senda þér tilboð á vöru sem þig vantar, þegar þig vantar hana?
Hvort sem sem svarið kann að vera, er það fyrsta sem þú þarft að gera sem fyrirtæki að safna upplýsingum um viðskiptavini þína. Þú þarft að þekkja þitt fólk og þarfir þess.
Prófaðu að hugsa þetta svona – “það er ótrúlegt hvað mér tekst oft að kaupa drykk sem konan mín elskar og er mér þakklát fyrir að kaupa fyrir sig.” Heppni? Varla. Ég veit hvaða drykk hún kann að meta og get dregið nokkuð góðar ályktanir um það hvenær hana vantar drykkinn – vegna þess að ég þekki hana og ég þekki hegðun hennar. Þetta heppnast ekki síður vegna þess að ég veit hvað hún kann alls ekki að meta og hefur ekki áhuga á (dæmi áður rætt hér – Ert þú kona Stefán?)
Til þess að geta gert það sama fyrir þína viðskiptavini þarftu að þekkja þá – kannski ekki eins og maka þinn, en þó betur en þú gerir í dag.
*upphaflega skrifað 19. september 2013