fbpx

Kæri Stefán – ert þú kona?

by | Dec 13, 2012 | Markaðsmál | 0 comments

Forsenda farsællar markaðssetningar með tölvupósti er markaðshlutun aka. segmenting. Eftirfarandi er eitt dæmi um það þegar fyrirtæki sendir öllum á póstlistanum allt.

Nýlega barst undirrituðum markpóstur frá Opna Háskólanum. Viðtakandinn, (Stefán í þessu tilviki) fékk skilaboð um að nú væri viðskiptaáætlanakeppni fyrir konur að hefjast í annað sinn.    Gott að heyra, EN fyrirsögn póstsins var:

ERTU KONA MEÐ VIÐSKIPTAHUGMYND?

Ég endurtek það sem fram kom hér fyrir ofan.  Undirritaður heitir Stefán og og póstfangið er stefan@vert.is

Markaðshlutun er stundum flókin, en í þessu tilviki er hún til dæmis sérlega einföld.  Ef viðkomandi viðtakandi heitir Jón,Stefán, Þorgrímur eða Guðjón má leiða líkum að því að hann hafi lítið við það að gera að fá þennan póst.

Með því að senda allt á alla ertu stöðugt að minnka líkurnar á því að fólk hlusti og stórlega auka líkurnar á því að missa fólk af póstlistanum þínum.

Opni háskólinn kennir markaðsfög og ætti því öðrum fremur að vinna þetta faglega.  Þetta á þó við alla sem nota tölvupóst í sinni markaðssetningu.

EKKI SENDA ALLT Á ALLA!

Nánari upplýsingar um Relationship marketing má finna hér:

 

 

Um hvað snýst Relationship Marketing? 1. Hluti

 

Hvernig notum við Relationship Marketing? 2. Hluti

 Hvernig mælum við árangur af Relationship Marketing? 3. Hluti

 

 

Deildu gleðinni

Tengdar greinar