En hvað er samfélagsábyrgð nákvæmlega? Hvað er hún ekki? Samfélagslega ábyrgt fyrirtæki greiðir skatta og skyldur og fer eftir lögum og reglum. Með því er það að sýna ábyrga hegðun sem þátttakandi í samfélaginu, en það er ekki að sýna af sér samfélagslega ábyrgð með því.
Sú skilgreining sem hvað þekktust er á samfélagslegri ábyrgð er ættuð frá fræðimanninum Milton Friedman. Skv. henni er “samfélagsleg skylda fyrirtækja ein og aðeins ein, að nýta auðlindir sínar og beina athöfnum sínum í þá átt að auka hagnað sinn svo lengi sem þau fylgja leikreglunum”.
Í dag er landslagið breytt hinsvegar, ESB skilgreinir samfélagslega ábyrgð á eftirfarandi hátt:
Samfélagslega ábyrg fyrirtæki vinna að eigin frumkvæði að eflingu samfélagsins, samþætta samfélags-og umhverfismál starfsemi sinni og hafa þau sjónarmið að leiðarljósi í samskiptum við hagsmunaaðila”.
Lykilatriðið hér að ofan er að fyrirtæki geri þetta að eigin frumkvæði. Sem sagt geri eitthvað meira en lög og reglur gera ráð fyrir.
En í hverju felst þetta? Er nægilegt að kaupa auglýsingaskilti á fótboltavelli? Eða gefa andvirði jólakorta til styrktar málefnis, eða þarf eitthvað meira? Það verður fróðlegt að fylgjast með hvort þessi vitundarvakning á Íslandi haldi áfram, og vonandi eru sem flest fyrirtæki að íhuga sína samfélagslegu ábyrgð, á markaðslegum forsendum.
Þetta er jú enn einn þátturinn í að byggja upp aukið vörumerkjavirði.
Ef þú hefur áhuga á að kynna þér frekar slík verkefni hafðu þá samband – csr@vert.is