Við lítum oft upp til afreks íþróttamanna. Það er ein megin ástæðan fyrir því að þeir geta verið góðir talsmenn fyrir vörur.
Við lítum upp til þeirra vegna þess hvað þeir eru ótrúlega hraðir, sterkir, snöggir eða eitthvað annað sem okkur finnst virðingarvert. Þrátt fyrir það áttum við okkur oft ekki einu sinni á því hvað atvinnuíþróttamenn eru í raun ótrúlega úthaldsgóðir, snöggir eða sterkir.
Asics er leiðandi framleiðandi í heiminum á hlaupaskóm. Á meðan á New York maraþonið fór fram (var 6. nóv 2011) setti Asics upp skjá sem var 60 fet, eða BARA rúma 18 metra og þeir skoruðu á hvern sem vildi að reyna að halda í við Ryan Hall, ein þekktasta maraþon hlaupara Bandaríkjana.
Raunin er að þeir bestu hlaupa þessa 42.195 km á um 20 km hraða. Nokkuð sem venjulegt fólk getur ekki einu sinni haldið út 18 metra eins og myndbandið sýnir.
Skemmtileg leið til að virkja vörumerki.
[yframe url=’http://www.youtube.com/watch?v=yDs4j8ZHzVg’]