Við erum öll vörumerki.
Það er bara mismikið lagt í markaðssetninguna. Við sjáum þetta útum allt, í öllum tegundum miðla, hvort sem það í sinni einföldustu (og kannski ódýrustu) mynd á forsíðu Séð og heyrt, á bloggi, öldum ljósvakans eða síðum dagblaða. Allt sem þú gerir – hvernig þú talar, klæðir þig og hvaða félagsskap þú heldur – allt hefur þetta áhrif á vörumerkið “þú”.
Listamenn lifa á því að byggja upp sterkt vörumerki fyrir sjálfa sig . Stóru listamennirnir eru meira að segja með vörumerkjastjóra.
Ef þú ert vörumerkjastjóri og þér sýnist síðasta “herferð” hafa fært vörumerkið þitt í einhverja átt sem þú ert ekki alveg sáttur við þarftu að gera eitthvað sem vinnur gegn því, eða leiðréttir það.
Natalie Portman hefur greinilega viljað eiga við og breyta ásýnd sinni með þessu atriði í SNL. Stundum þurfa “vörumerki” nefnilega að gera eitthvað róttækt til að til að hafa áhrif á ímynd sína. Stundum þurfa vörumerki hreinlega að segja FUCK!