fbpx
10 bestu Super Bowl auglýsingar 2017 – og allar hinar

10 bestu Super Bowl auglýsingar 2017 – og allar hinar

Flokkar: Auglýsingar

30 sekúndu auglýsing í Super Bowl 2017 kostaði … situru??? … $5,02 milljónir.  Það er að segja yfir 5 MILLJÓNIR dollara.  Það gerir hálfan milljarð íslenskar krónur og 66 milljónum betur (miðað við gengið $1=113ISK).

Það er eins gott að vanda sig þegar svo mikið er lagt undir.

Það eru eflaust allir sem hafa einhvern áhuga á Super Bowl auglýsingum búnir að sjá þær helstu í ár.
Hér getur þú þó séð þær sem þykja bestar á einum stað. Í þessum YouTube playlista eru þær 10 bestu.  Eftir að hafa horft á flestar auglýsingarnar langaði mig eiginlega að gera annan playlista með 10 lélegustu (því nóg var af þeim) en lét þetta duga 🙂

Neðst í þessum pósti getur þú skoðað allar hinar hjá AdBlitz ásamt nánari upplýsingum um hvernig kostnaðurinn hefur þróast frá 1967 til dagsins í dag.

Á Youtube rás AdBlitz getur þú svo séð allar auglýsingarnar (flokkað eftir starfsgreinum), kosið þá auglýsingu sem þú kannt best við og deilt með vinum.

Adblitz er hér.

Ef þú hefur áhuga á hvað þetta kostar svo allt saman má hér sjá þróunina frá 1967-2017 á kostnaði við að birta 30 sek Super Bowl auglýsingu.  Nánar hér.

 

Deildu gleðinni

TENGDAR GREINAR

Markmiðasetningmyndband

Markmiðasetningmyndband

Flokkar: Auglýsingar Föstudagsfiðringur

Fólk er misjafnt þegar kemur að því að tilkynna markmið sín. Sumir tilkynna hátt og skýrt um leið og búið er að setja nýtt markmið. Aðrir halda því fyrir sjálfan sig – kannski til að þurfa ekki að viðurkenna síða...

› Lesa meira
Markaðsmaður ársins?

Markaðsmaður ársins?

Flokkar: Auglýsingar

Ef þú nærð að koma þér í þá aðstöðu að kynna vöru eða þjónustu þína nákvæmlega þegar fólk þarf á henni að halda, er mjög líklegt að þú munir hafa erindi sem erfiði. Þetta er sérstaklega mikilvægt ef þú...

› Lesa meira