fbpx

Það sem neytendur vilja

by | Feb 11, 2011 | Markaðsmál | 0 comments

Í desember fékk Ímark Joseph Pine til landsins.  Hann er mikill talsmaður markaðssetningar á upplifun (Experience).

Hér má sjá fyrirlestur sem hann hélt á TED um málefnið:

Bjóddu viðskiptavinum þínum uppá upplifun.

Samkvæmt Pine hefur þróunin verið að upphaflega voru framleidd hráefni (það sem er unnið eða ræktað úr jörðinni), síðan snerist allt um unnin hráefni sem kalla má vörur eða goods.

Þegar erfitt var orðið að ná aðgreiningu milli vara þurfti að ná vexti með því að bjóða þjónustu (sem viðbót við vöruna) og nú þegar meira að segja er ekki hægt að aðgreina sig almennilega með þjónustu snýst allt um upplifunina.

Hvaða upplifun ertu að bjóða þínum viðskiptavinum uppá?

Lykilatriði er að upplifunin sé raunveruleg eða sönn (authentic).  Það þýðir að vörumerkið þitt eða fyrirtækið verður að vera það sem það segist vera.  Lifa samkvæmt eigin boðskap.

Það eru auðvitað ennþá til hráefni, vörur og þjónustur.  Kjarninn í sögunni er að þú verður að bjóða uppá upplifun, einhverja sögu ef þú ættlar að aðgreina þig frá samkeppninni. Ella þarftu bara að keppa á verðum.  Til að vinna þann slag verður þú að vera með lægsta framleiðslukostnaðinn.

Treystir þú þér í þann slag?

Deildu gleðinni

Tengdar greinar