Vörulaum (Product placement) hefur ekki mikið verið notað á Íslandi. Það er helst að maður sjái þetta í þáttum eins og Eldsnöggt með Jóa Fel og svo eitthvað í íslenskum seríum s.s. Hlemmavídeó.
Í nýja HM handboltaþættinum hans Þorsteins J. á Stöð2Sport í gær var áberandi vörulauma í gangi. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum voru allir gestir þáttarins með hið nýja Vitamin Water á borðinu. Hver með sinn litinn og flaskan uppá borði.
Vitamin water er afurð frá Coke/Vífilfelli (Coke keypti brandið 2007). Vífilfell hefur verið að nýta sér aðrar leiðir en hefðbundnar við að koma þessu á framfæri. Sem dæmi má nefna var mikil VIP veisla þegar þessu var ýtt úr hinni markaðslegu vör (mbl.is og Visir)
Kostir þess product placement eru helst þeir að þú kemur vörunni í mynd og eykur vitund. Mögulega nærðu að yfirfæra tengingar af þeim sem er fenginn til að nota vöruna og eins er hægt að búa til tengingu milli vörunnar og einhvers atburðar eða athafnar (occasion).
Ókostir laumunnar eru helst, að ólíkt auglýsingum, kemur lauman engum skilboðum áleiðis til áhorfenda, stjórn þess sem kaupir vörulaumið er takmarkað á því hvernig varan birtist og svo er ekki líklegt að athygli áhorfanda sé á vörunni og því ekki öruggt að áhorfendur taki eftir lauminu.
Gjarnan er samfella í aðgerðum (consistency), þ.e. að vera ekki að lauma vörunni á ólíkum stöðum eða endrum og eins, og aðgerðir sem tengjast vörulauminu það sem skilur milli feigs og ófeigs í þessum málum.
Vörulaum getur verið góð kynningarleið, en eins og með annað veltur árangurinn á því hve vel er undirbúið og framkvæmt.