fbpx

Tilefnislitlar tilefnisauglýsingar?

by | Jan 4, 2011 | Auglýsingar, Branding | 3 comments

Það er alltaf gaman að bera saman og rýna í þær fjölmörgu “gleðilega hátíð” auglýsingar sem dynja á neytendum um hátíðirnar. Sérstaklega er þetta áberandi í prenti, að minnsta kosti voru fá fyrirtæki sem líkt og Síminn fóru í flotta sjónvarpsframleiðslu til að óska Íslendingum gleðilegra jóla.

En samanburður þessara auglýsinga er eitt, að skoða markmið þeirra er annað.

Er eitthvað sérstakt markaðslegt markmið með þessum auglýsingum annað en að “vera með”? Í sumum tilvikum er lítið innihald annað en falleg ljósmynd og þakkir fyrir síðastliðið ár. Lítið virðist vera til sparað, Eimskip til að mynda setti mikinn kraft í þetta þessi jólin og birti hverja opnuna á fætur annarri í dagblöðum landsins, einungis birtingarkostnaðurinn þar hleypur á nokkrum milljónum.

Það er gott og vel, en væri þessum peningum betur varið í sértækari markaðsaðgerðir? Aðgerðir sem væru beinlínis fallnar til þess að auka aðgreiningu þessara fyrirtækja frekar en að bætast í hópinn og vera samdauna?

Eða er þetta algerlega frábært og hátíðarlegt og styður við uppbyggingu þessara vörumerkja?

Deildu gleðinni

Tengdar greinar