fbpx

Rétta lagið getur fullkomnað verkið

by | Oct 5, 2010 | Auglýsingar | 0 comments

Sjónvarp er sá miðill sem snertir skilningavitin einna sterkast.  Ein af ástæðunum er að hljóðið bætist við lifandi myndmál.

Rétta lagið getur gert góða auglýsingu frábæra.  Meira að segja getur stundum gert ekkert spes auglýsingu mjög góða.

Listamenn vita þetta og rukka því oft í samræmi við það.  Einnig er ekki óalgengt að tónlistamenn einfaldlega neiti að láta tónlist sína í auglýsingar.  Hvað er þá til ráða?

Nú er það einu sinni þannig að ekki þarf að breyta lagi mikið til að það teljist ekki stuldur.  Slíkur “stuldur” eða aðlögun er auðveldara þegar ekki er afgerandi söngur.

Sigur Rós  á mörg lög sem eru afgerandi, en er samt ekki erfitt að “stela”.  Í auglýsingagerð er tónlistamenn sem hreinlega sérhæfa sig í að semja tónlist sem er undir sterkum áhrifum frá hverju sem kaupandanum sýnist.

Þetta vita tónlistamenn líka og verða að taka tillit til þegar þeir kjósa að selja ekki tónlist sína í auglýsingar.

Hér má sjá umjöllun um hverngi farið hefur verið í kringum vilja Sigur Rósar til að láta ekki nota tónlist sína í auglýsingar: via Sigur Rós í slag við auglýsendur | Icelandic Advertising.

Deildu gleðinni

Tengdar greinar