fbpx

Nálgun Coca Cola á HM – fagnaðarefni ?

by | Dec 9, 2009 | Kostanir | 0 comments

Coca Cola, einn stærsti styrktaraðili í heiminum kynnti nýlega hvaða nálgun verður í tengslum við HM í knattspyrnu næsta sumar sem fer fram í Suður-Afríku. Herferðin verður byggð upp í kringum 3 mismunandi sjónvarpsauglýsingar sem allar verða keyrðar á heimsvísu. Sú fyrsta skartar Roger Milla, öldungnum frá Kamerún sem varð þekktur fyrir skemmtilegt “fagn” á HM 1990, önnur auglýsingin fjallar um leit ungs knattspyrnuaðdáanda að hinum fullkomna “fagni”, og sú þriðja mun einblína á World Cup Trophy Tour sem er einmitt styrktur af Coke.

Allar munu þessar auglýsingar á einhvern hátt fjalla um hvernig knattspyrnumenn fagna mörkum sínum, og geta aðdáendur á heimsvísu sent inn sín “fögn”. Góðgerðarvinkillinn á þessu ( sem er vinsæll hjá kostendum þetta árið þar sem mikil fátækt er í Suður-Afríku), verður sá að fyrir hvert innsent fagn mun Coke styrkja ákveðin góðgerðarmál í Suður-Afríku.

Þetta er spennandi nálgun hjá Coke, og er vís til að kveikja í stuðningsmönnum um allan heim. Sérstaklega býður hún uppá mikla gagnvirkni aðdáenda sem er mikill kostur, og vonandi mun Coke á Íslandi keyra þetta í gegn hér með pompi og prakt. Hitt er svo spurning hvort að ritskoðararnir hjá FIFA muni lenda í vandræðum ef þessi fögn fara að keyra úr hófi fram ?

Deildu gleðinni

Tengdar greinar

Hengjum ekki bakara!

Einn stærsta "moment" í íþróttasögu þjóðarinnar átti sér stað fyrir skömmu þegar Íslenska landsliðið í knattspyrnu tryggði sér rétt í umspili, og þar með réttinn til að leika í umspili fyrir Heimsmeistaramótið í knattspyrnu sem fram fer í Brasilíu næsta sumar.  Frægt...