fbpx

Meistaranemar velja sigurvegara ÍMARK

by | Mar 8, 2019 | Auglýsingar, Boðmiðlun | 0 comments

Í dag, 8. mars 2019, er ÍMARK dagurinn.  Dagur sem er fullur af áhugaverðum fyrirlestrum og markverðu masi um markaðsmál.  Hápunktur dagsins er þó alltaf val á auglýsingum ársins.

Árlegt verkefni

Undanfarin ár hefur það verið árlegt verkefni hjá nemendum í MSc í Markaðsfræði í HÍ (í faginu Samhæfð markaðssamskipti) að velja sigurvegara í flokkunum Herferð ársins og Kvikmynduð auglýsing ársins.

Að þessu sinni eru í bekknum 28 nemendur og afstaðan var nokkuð afgerandi.

Auglýsing ársins

Tilnefningar í flokki kvikmyndaðra auglýsinga eru eftirfarandi – sjá playlista á YouTube 🙂

    • Er brjálað að gera, Virk
      Auglýsingastofa: Hvíta húsið
    • Hlauptu það borgar sig, Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka
      Auglýsingastofa: Brandenburg
    • Kulnun, VR
      Auglýsingastofa: Hvíta húsið
    • Nú er lag – Mottumars, Krabbameinsfélagið
      Auglýsingastofa: Brandenburg
    • Saman, Coka-Cola
      Auglýsingastofa: Maurar

Sigurvegarinn, í flokki kvikmyndaðra auglýsinga, með helming atkvæða er „Er brjálað að gera” fyrir VIRK starfsendurhæfingarsjóð, unnin af Hvíta húsinu.

Hlauptu og Kulnun fengu engin atkvæði 🙁 en HM auglýsing Coke varð í öðru sæti.

Herferð ársins

Að velja herferð ársins er snúið ef þú hefur ekki aðgang að innsendum gögnum.  Því er vert að taka fram að nemendur hafa ekki aðgang að innsendum gögnum fyrir herferð ársins og þurfa því að miklu leiti að reiða sig á það sem finna má á netinu og á eigin getur til að rifja upp hvað var gert.

Tilnefnd í ár eru:

    • Er brjálað að gera, Virk
      Auglýsingastofa: Hvíta húsið
    • Fjölgum heppnum Íslendingum, Happdrætti Háskóla Íslands
      Auglýsingastofa: H:N markaðssamskipti
    • He for She, UN Women
      Auglýsingastofa: Pipar/TBWA
    • Hlauptu það borgar sig, Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka
      Auglýsingastofa: Brandenburg
    • Nú er lag – Mottumars, Krabbameinsfélagið
      Auglýsingastofa: Brandenburg

Herferð ársins er…

Er brjálað að gera” fyrir VIRK starfsendurhæfingarsjóð, unnin af Hvíta húsinu.  Það er kannski ekki skrítið að herferð ársins innihaldi kvikmyndaða auglýsingu ársins.  Aftur var sigurinn nokkuð afgerandi – helmingur atkvæða.

Samkvæmt þessu stefnir í gott kvöld hjá Hvíta húsinu 🙂

Svo er bara að sjá hvort mastersnemar í Samhæfðum markaðssamskiptum hafa eitthvað vit á markaðssamskiptum – ætti ég að lækka alla um einn heilan ef þetta er rangt hjá þeim?*


Viðbót 12. mars 2019: *Í ljósi þess að gerðar hafa verið athugasemdir við vangaveltuna um hvort lækka eigi nemendur ef “niðurstöðurnar” eru rangar hjá þeim er rétt að taka fram að þetta smá verkefni (gildir 3% af lokaeinkunn) snýst að engu leiti um “rétt eða rangt”.  Enda vita þeir sem starfa í faginu að það er ekki til rétt eða rangt þegar kemur að því að dæma í svona “keppni”.  Fyrir þá sem ekki sjá það þá var vangaveltan sett fram í gríni. Verkefnið snéri að öllu leiti að því að rýna í auglýsingar og meta þær útfrá þeim aðferðum sem fjallað er um kennslubók áfangans.

Deildu gleðinni

Tengdar greinar