Markaðsmaður ársins?

Markaðsmaður ársins?

Ef þú nærð að koma þér í þá aðstöðu að kynna vöru eða þjónustu þína nákvæmlega þegar fólk þarf á henni að halda, er mjög líklegt að þú munir hafa erindi sem erfiði.

Þetta er sérstaklega mikilvægt ef þú ert að selja þjónustu eða vöru sem er með stóran/langan kauphring, þ.e. það líður langur tími milli kaupa.

Ég hef tekið eftir auglýsingum frá einum aðila sem eru þannig gerðar að ef þörf væri á þeirri þjónustu sem hann býður uppá, eru auglýsingarnar á nákvæmlega réttum stað.

Valur Helgason ehf. setur límmiða á salerni sem almenningur hefur aðganga að. Þetta eru einmitt þeir staðir þar sem mestar líkur eru á að þjónusta hans, stíflulosun, komi að notum.

Þetta er kannski ekki smekklegasta dæmið, en það er gott. Ef þú nærð til fólks þegar það er í kauphugleiðingum nærðu árangri. Þetta er ekki flókið, en Valur Helgason ehf. gerir þetta vel.

TENGDAR GREINAR

Hvað er branding?myndband eða þrjú.

Hvað er branding?myndband eða þrjú.

Það er tiltölulega langt mál að svara þeirri spurningu? Hér eru þó 3 myndbönd sem gera atlögu að því að svara því á áhugaverðan máta. Eitt er alveg víst og mikilvægt að vita. Brand er EKKI logo, það er ekki letur, ...

› Lesa meira
Markmiðasetningmyndband

Markmiðasetningmyndband

Fólk er misjafnt þegar kemur að því að tilkynna markmið sín. Sumir tilkynna hátt og skýrt um leið og búið er að setja nýtt markmið. Aðrir halda því fyrir sjálfan sig – kannski til að þurfa ekki að viðurkenna síða...

› Lesa meira