fbpx

Markaðsmaður ársins?

by | May 31, 2010 | Auglýsingar | 2 comments

Ef þú nærð að koma þér í þá aðstöðu að kynna vöru eða þjónustu þína nákvæmlega þegar fólk þarf á henni að halda, er mjög líklegt að þú munir hafa erindi sem erfiði.

Þetta er sérstaklega mikilvægt ef þú ert að selja þjónustu eða vöru sem er með stóran/langan kauphring, þ.e. það líður langur tími milli kaupa.

Ég hef tekið eftir auglýsingum frá einum aðila sem eru þannig gerðar að ef þörf væri á þeirri þjónustu sem hann býður uppá, eru auglýsingarnar á nákvæmlega réttum stað.

Valur Helgason ehf. setur límmiða á salerni sem almenningur hefur aðganga að. Þetta eru einmitt þeir staðir þar sem mestar líkur eru á að þjónusta hans, stíflulosun, komi að notum.

Þetta er kannski ekki smekklegasta dæmið, en það er gott. Ef þú nærð til fólks þegar það er í kauphugleiðingum nærðu árangri. Þetta er ekki flókið, en Valur Helgason ehf. gerir þetta vel.

Deildu gleðinni

Tengdar greinar