fbpx

Íslenska landsliðið á EM og styrktarmarkaðssetning fyrirtækja

by | Jan 20, 2010 | Kostanir | 2 comments

Það er gaman að fylgjast með því hvernig íslensk fyrirtæki, þá helst styrktaraðilar HSÍ, hafa tekið við sér, í kringum Evrópukeppnina sem nú fer fram í Austurríki. Það var dapurt að sjá að í kringum Olympíuleikana fór einhvern veginn allt púður úr mörgum styrktaraðilum en nú virðast þeir hafa fengið vind í seglinn.

Icelandair ber samt sem fyrr höfuð og herðar yfir hin fyrirtækin með mjög flottri útfærslu á vefsiðunni “í blíðu og stríðu”. Þar leyfa þeir áhangendum landsliðsins að búa til sínar eigin videokveðjur og ná að mynda góða stemmningu á síðunni.

Það sem er hinsvegar athygliverðast er að einn aðalstyrktaraðili HSÍ, Arion Banki virðist algerlega steingeldur þegar kemur að því að nýta sér þennan viðburð. Það er sérstaklega með ólíkindum ef haft er í huga að af öllum þeim fyrirtækjum sem nú styrkja HSÍ, þá er Arion banki sennilega það fyrirtæki sem mest þyrfti á vindi í seglinn markaðslega séð. Ef rétt hefði verið haldið á spilunum hjá Arion banka þá ættu þeir að hafa komið fram með snjallt stuðningsefni í tengslum við EM; og þar með reynt að bæta ímynd fyrirtækisins. Það er fátt ef eitthvað betur til þess kjörið en tenging við strákana okkar þegar vel gengur. Meira að segja á síðu bankans, arionbank.is, er ekki staf að finna um landsliðið eða neitt tengt styrk Arion við þá.

Og ef menn eru hræddir við umræðuna um bruðl í markaðsstarfi þá er spurningin einfaldlega sú, af hverju í ósköpunum er þá verið að eyða fé í að styrkja HSÍ, ef fyrirtækið (vörumerkið) ætlar ekkert að fá út úr því ?

Deildu gleðinni

Tengdar greinar

Hengjum ekki bakara!

Einn stærsta "moment" í íþróttasögu þjóðarinnar átti sér stað fyrir skömmu þegar Íslenska landsliðið í knattspyrnu tryggði sér rétt í umspili, og þar með réttinn til að leika í umspili fyrir Heimsmeistaramótið í knattspyrnu sem fram fer í Brasilíu næsta sumar.  Frægt...