fbpx

Heimskulegar auglýsingar umboðsmanns skuldara

by | Dec 6, 2010 | Auglýsingar | 2 comments

Það er ekki oft sem auglýsingar beinlínis gera mann reiðan.  En þessi netherferð Umboðsmanns skuldara sem nú leggst yfir innlendan netheim er með þeim daprari.

Í fyrsta lagi er afar umdeilt hvort þessi “innrás” á fréttasíður sé að virka, hún pirrar marga án efa.  En það er ekki efni þessa pistils.  Heldur hitt að virkni síðunnar fær mann virkilega til að hugsa um hvort aðstandendur herferðarinnar hafi yfir höfuð rennt yfir þætti hennar.
Sem dæmi þá er spurningin sem birtist orðuð á frekar skrýtin hátt. “Sérð þú ekki fram á að geta greitt af skulbdindingum þínum”? Í stað þess að spyrja “sérð þú fram á að geta greitt þínar skuldbindingar”. Þarna strax birtist í raun fyrsta flækjustigið. En þarna er gamanið rétt að byrja. Velji maður “nei” – í fyrstu andrá, þ.e. að maður hafi ekki lent í því að sjá fram á að geta ekki greitt skuldir sínar, þá er maður færður yfir á heimasíðu umboðsmanns skuldara.  Það er í meira lagi athyglisvert.

Þar byrjar gamnið fyrst af alvöru, því þegar svarað er játandi við því hvort maður geti greitt alla reikninga sína í hverjum mánuði er manni bent á að samkvæmt því eigi maður að fá ráðgjöf og fara í greiðsluerfiðleikamat.

Er til of mikils mælst af þeim sem að þessari markaðssetningu standa að þeir kannski renni yfir útfærsluna áður en eytt er jafnhressilega í að birta hana?

Ætla mætti að álagi sé nægilegt á starfsfólk Umboðsmanns skuldara án þess að fólki sem ekki er í greiðsluerfiðleikum er einnig bent á að hafa samband við stofnunina.

 

Mynd af auglýsingunni eins og hún birtist:

Deildu gleðinni

Tengdar greinar