Í framhaldi af pistli gærdagsins um mikilvægi fylgjenda þegar “hreyfing” er að verða til, er alveg nauðsynlegt að minnast á Seth Godin.
Enginn hefur fjallað meira um hreyfingar, eða tribes, en hann. Bókin hans, Tribes: We Need You to Lead Us er fáanleg hér sem ókeypis hljóðbók.
Í þessari kynningu rennir hann í gegnum þessar pælingar sínar um hvernig breytingar eiga sér stað með því að stofna “tribe” eða hreyfingu. Samkvæmt Seth hefur allt breyst með tilkomu allra þeirra tenginga og allra þeirra möguleika sem fólk hefur á að tengjast hvort öðru. Tengjast fólki sem hefur svipuð áhugamál, fólki sem er með sambærilega heimsmynd og það sjálft. Myndbandið er frá TED2009.