Nú þegar Facebook hefur innleitt notkun á #hashtöggum munum við að öllum líkindum byrja að sjá íslensk fyrirtæki nota #hashtögg í meira mæli. Hingað til hefur þetta aðallega verið þekkt á Twitter og Instagram.
Eina farsæla notkunin á þessu á Íslandi sem koma uppí hugann eru #fotbolti og svo #12stig en það er ekki ólíklegt að þeim muni fjölga.
Ef þú hyggst byrja að nota hashtag í uppfærslur fyrir fyrirtæki eða vörumerki er rétt að benda á eftirfarandi – ekki vera ósmekklegur. Ekki misnota náttúruhamfarir, óeirðir eða atburði sem eru fólki kærir. Eftirfarandi eru dæmi um misheppnaða tilraun fyrirtækja til að nota (misnota) atburði dagsins til að draga athygli að sjálfu sér.
Kenneth Cole reyndi að vera fyndið og sniðugt með því að setja inn hashtag sem var mikið leitað að þegar óeirðir voru í Kairó, Gap reyndi að nýta sér Sandy fellibylinn til að hvetja fólk til að verla á netinu og Golf Channel reyndi að notfæra sér 50 ára afmæli “I have a Dream” ræðu Dr. Martin Luther King Jr. til að eiga samskipti við fylgjendur sína.
Þessi þrjú dæmi eru allt frá því að vera hallærisleg yfir í að vera ósmekkleg. Lærdómurinn er að fara varlega, bera virðingu fyrir fólki og þeim tilfinningum sem tengjast viðburðum. Ekki troða þínu markaðsbrölti inní umræður sem koma þér ekki við – það er ekki til þess fallið að styrka vörumerkið þitt.
* Ef þú ert ekki með þá er hashtag er þetta merki: # Nánari útskýring á notkun á samfélagsmiðlum má finna hér. “Hashtag” er hálfgert orðskrípi, en kassi, myllumerki eða kross virkar ekki alveg-tillögur að góðu íslensku orði vel þegnar)
Nánar um ósmekklegheit Kenneth Cole og viðbrögðin við þessari fýlubombu má lesa hér – Mashable.com
GAP með misheppnaða tilraun til að nota (eða misnota) mannskaða veður til að auka online söluna sína. Nánar um viðbrögðin við þessu á Adweek.com
Markaðsbloggarinn Scott Stratten benti á þetta í bloggi á 50 ára afmæli “I have a Dream” ræðu Dr. Martin Luther King Jr.