fbpx

Þetta er eitt lítið skref fyrir mann, eitt risa stökk fyrir RED BULL.

by | Oct 17, 2012 | Auglýsingar, Branding, Kostanir, Samfélagsmiðlar | 0 comments

Síðastliðinn sunnudag stökk austurríski ofurhuginn Felix Baumgartner (www.felixbaumgartner.com) úr 39 km hæð úr hylki sem fest var í loftbelg.  Þessi atburður var kostaður og í raun og veru “eign” Red Bull vörumerkisins.

Sýnt var beint frá stökkinu á sjónvarpsstöðinni Red Bull Stratos og voru merkingar fyrirtækisins vel sjáanlegar í kringum atburðinn.  Youtube síða viðburðsins skráði um 340 milljón áhorf (site views) áður en stökkið hófst.

Hér á vef ruv.is má sjá myndband af atburðinum fyrir ykkur sem ekki sáu þetta   http://www.ruv.is/frett/stokk-baumgartners-myndband

Þetta er alls ekki í fyrsta sinn sem að Red Bull hafa skráð sig í sögubækurnar er varðar kostanir og atburði.  Allt frá stofnun fyrirtækisins hefur eigandi þess og frumkvöðull verið óhræddur við að feta ný spor í tilraun sinni til að auka vitund á vörumerkinu.  Helst ber þar að nefna kaup á heilu knattspyrnu – og formúluliðunum í stað hefðbundinna kostana.  En þessi atburður var auðvitað algert einsdæmi og sýnir að Red Bull þora.

En eins og í öllum öðrum kostunum má deila um ávinninginn, það er ROI.  Kostnaðurinn við atburðinn er talinn nema um 50 milljónum Evra (um 8 milljarðar).  Það er hægt að kaupa ansi mörg auglýsingapláss fyrir þá upphæð.  Tíminn verður auðvitað að leiða það í ljós hvort þetta hafi borgað sig, en slagorð Red Bull “Red Bull gives you wings” smellpassar við stökk Baumgartner.

Þetta er aðeins flottara en þessar auglýsingar, en er þetta peningana virði?

[yframe url=’http://www.youtube.com/watch?v=K31dg86OmuM’]

Deildu gleðinni

Tengdar greinar