fbpx

Hin heilaga þrenning stafrænnar markaðssetningar

by | Jun 27, 2019 | Blogg, Efnismarkaðssetning, emarketing, HubSpot, Samfélagsmiðlar | 0 comments

Hin heilaga þrenning stafrænnar markaðssetningar

– Eigin miðlar, áunnir miðlar og keyptir miðlar

Ef þú hefur tekið þátt í stafrænni markaðssetningu hefur þú eflaust heyrt um hina heilögu þrenningu – eigin miðlar, áunnir miðlar og keyptir miðlar.
Þetta er vopnabúrið þitt – þetta er það sem þú hefur að vinna með. Svo er bara að nýta þetta rétt.

Þessir þrír hlutar eru allir mikilvægir í þinni stafrænu markaðsstefnu. Það er undir þér komið að meta í hvað þú ætlar að eyða þínum tíma og peningum – hvað er skynsamlegast fyrir þitt vörumerki.
Hvernig nýtir þú peningana best og á hvað leggur þú áherslu.

Mismunandi aðgerðir henta út frá þínum markmiðum og stöðunni á þínu vörumerki:

  • Hverju viltu áorka?
  • Hvernig er ástandið á þínum miðlum (vef og samfélagsmiðlum)?
  • Hver er vitund og þekking á þinni vöru eða þjónustu – þínu vörumerki?
  • Hve miklu á að fjárfesta?
  • Hver er tímaramminn þinn?

Ef þú hefur áhuga á að hitta ráðgjafa VERT
og ræða þín markaðsmál getur þú smellt á þennan hnapp.
BÓKAÐU FUND

Nánar um þessar þrjár stoðir – eigin, áunna og keypta miðla

Eigin miðlar eru allir þeir stafrænu miðlar sem þú hefur til umráða og þú bókstaflega stjórnar, s.s. vefurinn þinn, blogg síða og samfélagsmiðlar. Þessir miðlar eru framlenging á vörumerkinu þínu. Þínir eigin miðlar gefa fólki fleiri og áhugaverðari leiðir til að eiga samskipti við vörumerkið. Þegar kemur að eigin miðlum má segja, að svo framarlega sem þú getur sinnt þeim, því fleiri því betra.

Áunnir miðlar er það sem kalla má þitt rafræna orðspor, eða “word of mouth”. Þetta er það sem keyrir umferðina, þátttöku eins og deilingar og like, auk þess að opinbera viðhorf fólks til vörumerkisins. Þrátt fyrir að það séu mismunandi leiðir sem vörumerki geta notað til að keyra upp áunna miðlun eru leitavélabestun og vönduð efnismarkarkaðssetning skilvirkastar og þær leiðir sem þú hefur helst stjórn á.

Keyptir miðlar eru leiðin sem notuð er til að framkalla meiri áunna miðlun og til að auka umferð á eigin miðla. Eftir því sem eigin miðlar og áunnir eru sterkari ætti fjárfesting að minnka hér. Þetta er því oft kostnaðarsamt í upphafi.

Þó að hver liður hefur sitt ákveðna hlutverk, mun samhæfð notkun eftir vandaðri stefnu og áætlun skila mestu og kosta minnst. Þarftu hjálp með þína stafrænu miðla? Eða við stafræna stefnumótun? Hafðu samband við okkur!

PS.  Þú finnur VERT markaðsstofu á helstu samfélagsmiðlum hér:
VERT á facebook: www.facebook.com/VERTmarkadsstofa/
VERT á Instagram: www.instagram.com/umtalsvert/
VERT á Twitter: www.twitter.com/umtalsVERT

Ókeypis E-bók um vöruþróun)
Deildu gleðinni

Tengdar greinar