Við sjáum ekki mikið af auglýsingum á Íslandi sem hjóla bara beint í samkeppnina.
Við sjáum stundum auglýsingar sem innihalda pillur. Dæmi um eina slíka er útvarpsauglýsing EJS sem segir eitthvað á þessa leið “Þarf tölvan þín ekki að vera meira en bara OK (sagt ÓKEY)”. Augljós og lítt dulbúin pilla á OPIN KERFI, eða kannski ennþá frekar á OK búðina.
Það eru verulega skiptar skoðanir um það hve vel þetta virkar. Þetta getur verið verulega góð leið fyrir lítið vörumerki að bera sig saman við stórt vörumerki. Með því nær litla merkið, eða áskorandinn, að setja sig í sama flokk og stóra vörumerkið.
En hvað sem því líður eru samanburðar auglýsingar oft mjög skemmtilegar. Að vissu leiti er þetta eins og verða vitni af átökum – sem áhorfandi sér maður samkeppnina svo greinilega. Það getur verið gaman.
Fyrir þessu er sterk hefði í Bandaríkjunum. Nú takast Kindle lestölvan og Ipadinn frá Apple harkalega á og hér er ný auglýsing sem fer þessa leið.
Hér er svo stuttur playlisti með nokkrum snilldar samanburðar auglýsingum: SMELLA 🙂