fbpx

Ástríða fyrir íslenskum fótbolta

by | Jun 21, 2012 | Auglýsingar, VERT | 0 comments

Íslenskur fótbolti verður ekki til af sjálfu sér.  Forsenda þess að hér á Íslandi sé hægt að reka jafn öflugt íþróttastarf og raun ber vitni er ástríða þeirra sem á bakvið félögin standa.  Sjálfboðaliðar, iðkendur og aðstandendur þeirra.
Það gera sér alltof fáir grein fyrir hversu gríðarlega mikil vinna er hjá félögum á Íslandi í kringum þeirra félagsstarf.  Við hjá Vert vildum reyna að fanga þessa stemmningu sem og sérstaka atburði úr sögu þeirra liða er mynda Pepsi deildina 2012.
Því voru unnar 14 auglýsingastiklur, ein fyrir hvert lið í kvenna- og karladeildum Pepsi deildarinnar.  Þessi vinna fór fram í apríl 2012 í góðu samstarfi við félögin sjálf og fólkið sem í þeim starfar.
Stikla hvers liðs birtir svipmyndir úr sögu hvers félags, eldmóð aðdáenda og heiðrar hið mikla félags- og sjálfboðastarf sem unnið er til að gera íslenska fótboltann að því sem hann er.
Það er von okkar að við náum að fanga hjarta hvers félags í þessu stuttu myndskeiðum sem birt verða í sumar.
Útbúin var ein löng útgáfa með broti úr öllum stiklunum.  Góða skemmtun.

Hér má svo sjá öll myndböndin á einum stað:

Deildu gleðinni

Tengdar greinar