fbpx

Áhrifaríkasta auglýsingin þessi áramót ?

by | Dec 29, 2009 | Auglýsingar, Samfélagsmiðlar | 0 comments

Í miðju flugeldasölustríðinu rignir inn ruslpósti, ásamt því að björgunarsveitir og aðrir eru að auglýsa grimmt í sjónvarpi og prenti. Þó hefur ein útfærsla staðið uppúr sennilega þessi jól, það er þessi einfalda Facebook færsla sem ansi margir hafa sett í sinn profile.

“Jón Jónsson minnir alla þá sem ætla að kaupa flugelda af einkaaðilum að fá endilega símanúmerið þeirra svo þeir geti hringt í þá ef þeir þurfa hjálp í neyð. Ég ætla hinsvegar að styrkja eina af hjálparsveitunum sem vinna óeigingjarnt starf á hverjum degi í þágu okkar hinna”

Ætli svona færslur séu ekki hjálparsveitunum mikilvægari en ein viðbótar heilsíðan ?

Deildu gleðinni

Tengdar greinar