fbpx

Áætlanir gera ekkert gagn…

by | Mar 7, 2010 | Stefnumótun | 0 commentsÉg held að það sé allt of algengt að miklum tíma sé eytt í áætlanagerð, en svo er engu eytt í framkvæmdina. Hvorki tíma né peningum.
Þetta á við um einstaklinga sem ætla að gera ýmislegt í einkalífinu og
plana og plana, en gera svo ekkert. Ekki síður á þetta við um fyrirtæki. Eftir að búið að gera áætlanir þarf að setja kraft í framkvæmdina.
Krafturinn er í flestum tilfellum er peningar og mannafli. Það þarf að gera ráð fyrir því að þeir sem eiga að framkvæma áætlanirnar hafi fjármagn, kunnáttu og tíma til að framkvæma. Svo er eftirfylgnin lykillinn. Það verður að vera einhver nógu “valdamikill” sem fylgir verkefninu eftir. Er ábyrgur.

Að lokum verð ég samt að segja þetta – það er fátt verra en vond áætlun sem er vel framkvæmd. Því er fyrsta forsendan að áætlunin sé góð.

Fylgstu með VERT-markaðsstofu á FACEBOOK

Birt með tölvupósti from Hörður Harðarson á posterous

Deildu gleðinni

Tengdar greinar

Markaðsleg áramótaheit

Markaðsleg áramótaheit

Það er aldagömul hefð að strengja áramótaheit.  Andstætt því sem margir virðast halda verða þau ekki að tengjast holdarfari 🙂 Áramótaheit tengjast gjarnan því að standa sig betur, vera betri, gera betur.  Notum tækifærið núna og strengjum nokkur markaðslega...