fbpx

Þekkir þú þessi 10 íslensku slagorð? Hvað er slagorð?

by | Apr 2, 2019 | Auglýsingar, Boðmiðlun, Branding | 0 comments

Á degi hverjum verðum við fyrir áhrifum auglýsinga.  Hvort sem það er þegar við sitjum fyrir framan sjónvarpið, þvælumst um á netinu eða einfaldlega þegar við tökum þátt í daglegu lífi. Auglýsingar eru hvar sem við lítum, hvort sem okkur líkar það betur eða verr.  Því hefur verið haldið fram að við sjáum 4.000 til 10.000 “auglýsingar” á dag. Aðrir hafna því að þetta sé alveg svo mikið, en það eru þó allir sammála um að við verðum fyrir verulegu auglýsingaáreiti.

Hinsvegar getur verið gaman að spá í hversu mikið af þeim skilaboðum sem við verðum fyrir séum við í raun að meðtaka.  Þegar gerðar eru kannanir á því hvort einstaklingar þekki vörumerki einungis út frá slagorðum er niðurstaðan mjög áhugaverð.

Taktu prófið hér fyrir neðan og kannaðu hvað þú þekkir mörg af þessum 10 kunnu íslensku slagorðum.

 

Hér eru nokkur góð íslensk slagorð, eða í það minnsta kunn slagorð:

Ef það hentar betur getur þú smellt HÉR og þá kemur þetta próf í annan flipa.

Hvað er slagorð?

Slagorð er einföld og grípandi setning sem fylgir gjarnan vörumerki eða auglýsingarefni. Slagorðið felur í sér það sem er heillandi við vörumerkið eða eitthvað sem verið er að nota til að aðgreina það frá samkeppnisvörum. Slagorðið á að vera eftirminnilegt og ef vel er gert gerður slagorðið mikilvægur hluti af vörumerkinu.

Nokkur orð um málefnið í stuttu myndbandi

Það er mikilvægt að muna að slagorð breytast reglulega. Þau þekktustu í heimi hafa þó verið notuð í mörg ár.

Gott slagorð er afrakstur vandaðrar markaðsvinnu og skapandi hugsunar.  Hafðu samband við okkur hjá VERT ef þú vilt aðstoð með þín markaðsmál.  Þú getur sent póst á vert@vert.is eða einfaldlega bókað fund HÉR.

Fylltu út form og við höfum samband

* verður að fylla út



Deildu gleðinni

Tengdar greinar