Leikmenn tengja gjarnan hugtakið “BRAND” við vörumerkið sjálft, þ.e. logo-ið. Þetta er eitt af vandamálunum sem tengast þýðingunni á “brand” og “branding”. Vandinn kristallast í því að orðið Brand er þýtt vörumerki og orðið logo er líka þýtt vörumerki. Þetta er þó alls ekki það sama, þ.e. brand og logo.
Ein af skýringunum hvers vegna vörumerki er alltaf tengt svona sterkt við logo er að logo er einfaldasta og algengasta birtingamynd vörumerkis – kannski ekki ósvipað og passamynd af einstakling.
Vegna þessa, vekur það alltaf mikla athygli þegar þekkt “brönd” skipta um logo.
Nýlega fjölluðum við um breytingu Starbuck á merkinu sínu. Eftirfarandi eru nokkar breytingar á merkjum þekktra vörumerkja. Sumar eru afar vel heppnaðar, aðrar hafa gert allt vitlaust og leitt til þess að breytingarnar voru afturkallaðar (Gap breytingin). En eins og vera ber, sýnist sitt hverjum.
GAP
Itunes
Pepsi
Starbucks
BP
Burger king