fbpx

Tilgangurinn með nýju vörumerki – nýja Starbucks merkið

by | Jan 10, 2011 | Branding, Stefnumótun | 0 comments

Vörumerki Starbucks er eitt það þekktasta í heimi.  Það er því fréttnæmt þegar svo þekkt merki fær “makeover”.

Það eru margar, misgóðar ástæður fyrir því að breyta vörumerki eða uppfæra gamalt merki.

Ástæðurnar geta m.a. verið: sameining tveggja fyrirtækja, nafnabreyting, uppfærsla til verða ekki gamaldags, viðskiptaþróun þ.e. fyrirtækið hefur þróast frá uppruna sínum og merkið hentar ekki lengur.  Slakasta ástæðan er svo þreyta, þ.e. markaðsstjórinn er orðinn “þreyttur” á merkinu.

Í tilfelli Starbucks er merkið að breytast vegna þess að fyrirtækið er að breytast.  Þeir eru ekki lengur bara fyrirtæki sem selur kaffi.  Framtíðarvöxtur fyrirtækisins liggur ekki í kaffi í pappamálum.

Til að geta útvíkkað starfssvið sitt hafa þeir breytt merkinu.  Það stendur ekki lengur “Coffee” í vörumerkinu.  Nýja merkið hentar betur fyrir fyrirtæki sem selur ýmsar vörur í neytendaumbúðum.

Starbucks er ekki að breyta merkinu vegna þess að þeir eru 40 ára.  Þeir eru að nýta atburðinn.  Það gerir bara sögun áhugaverðari.  Þetta eiga fyrirtæki að taka sér til fyrirmyndar.  Nýttu tækifærin sem gefast til að segja sögu.  Það þarf ekki að vera stórmerkilegur atburður – getur verið jafn lítilvægt og að fyrirtækið sé 40 ára.

Forstjóri Starbucks sendi frá sér þetta myndband til að “selja” breytinguna:

Howard Schultz, forstjóri Starbucks

Í lokin á myndbandinu má heyra að þeir vilja auðvitað halda í þær sterku, einstöku og jákvæðu tengingar sem þeir eiga í dag við neyslu á kaffi.

Það er galdurinn við vel heppnaða breytingu.  Halda í það gamla góða og bæta við nýjum sterkum, jákvæðum og einstökum tengingum.

————————————–

Til gamans má sjá hvernig menn hafa leikið sér með vangaveltur um framtíðarþróun á Starbucks logo-inu.

Tengdar greinar:

Á Starbucks að fara útí bjórsölu – http://www.gummiarnar.blog.is/blog/gummiarnar/entry/1115931/

Deildu gleðinni

Tengdar greinar

Markaðsleg áramótaheit

Markaðsleg áramótaheit

Það er aldagömul hefð að strengja áramótaheit.  Andstætt því sem margir virðast halda verða þau ekki að tengjast holdarfari 🙂 Áramótaheit tengjast gjarnan því að standa sig betur, vera betri, gera betur.  Notum tækifærið núna og strengjum nokkur markaðslega...