fbpx

Hvað geriru þegar allir eru búnir að gleyma þér, en elska þig þó ennþá?

by | Jun 5, 2013 | Auglýsingar, Branding, Markaðsmál, Skemmtilegt | 0 comments

Það er ansi mörg vörumerki sem fólk elskar, en kaupir aldrei.  Vörumerkið er neytendum einfaldlega ekki lengur ofarlega í huga.  Eins og með svo margt sem við elskum er hætta á að við byrjum að taka vörumerkinu sem sjálfsögðum hlut og “gleymum” því.

Hvað gerum við þá?  Einfalda svarið er: Þú gerir eitthvað athyglisVERT, áhugaVERT og umtalsVERT.

Eitt besta dæmi sem til er um vörumerki sem var elskað, en gleymt er morgunkornið Shreddies.  Shreddies hefur verð til síðan 1953.  Eftir áratuga velgengni var salan á kanadíska markaðnum dalandi hægt og bítandi árin fyrir 2008.  Engar aðgerðir virkuðum, þrátt fyrir að niðurstöður rannsókna sýndu fram á að fólk elskaði Shreddies.

Árið 2008 var nýrri herferð hleypt af stokkunum, byggð á niðurstöðum rannsókna um að “neytendur kunna að meta vöruna, vilja ekki breyta neinu, en eru bara ekki spenntir”.  Með þetta að leiðarljósi var þessi auglýsing gerð:

 

Með því að búa til “nýjung” tókst Shreddies að snúa við þróuninni.  Þeir gerðu eitthvað sem fólk tók eftir og talaðu um – þ.e. gerðu eitthvað athyglis- og umtalsVERT.

Íslenskt merki sem er á svipuðum stað er Egils Malt.  Verulega elskað íslensk vörumerki, sem er fólki ekki efst í huga.  Nú ætlar Malt að gefa 10 kr. af hverri seldri einingu til Landsbjargar.  Er þetta nógu áhugaVERT til að auka söluna?

Árangurinn af þessu átaki hjá Malt mun velta á því hversu vel tekst að halda þessu ofarlega í huga fólks.

 

Deildu gleðinni

Tengdar greinar