Blóðugt stríð snjallsímaframleiðenda heldur áfram.
Upphaflega drottnaði iPhone og virtist ósnertanlegt. Samsung mætti svo til leiks og lét virkilega til sín taka. Nú er Nokia lokst mætt til leiks. Þeir gleymdu sér aðeins í …. ja ég veit ekki hverju.
Hér er nýjasta auglýsingin frá Nokia Lumia 920. Grunn hugmyndin virðist vera að koma sér í flokkinni “snallsímar”. Þeir eru að koma sér í valsettið. Enda er það eðlilegt fyrsta markmið. Tryggja að þeir sem eru að fara að skoða snjallsíma, ljúki í það minnsta ekki kaupum án þess að kynna sér Nokia, með Windows stýrikerfi.
Það er verulega langt gengið í að sýna önnur vörumerki og tala um aðra framleiðendur.
Áður hefur unnið þetta eins. Það er að segja talað um og skotið á samkeppnina. Sem þá var eingöngu iPhone. Sjá eftirfarandi dæmi: