Hvað er Inbound Marketing?
Inbound marketing er aðferðafræði sem snýst um að laða að viðskiptavini með efni og samskiptum sem eru hjálpsöm og eiga erindi við viðskiptavinina.
Með Inbound Marketing geta mögulegir viðskiptavinir fundið þitt fyrirtækið í gegnum mismunandi leiðir, svo sem blogg, leitarvélar og/eða samskiptamiðla.
Ólíkt hefðbundnum markaðsaðferðum þarf ekki að berjast um athygli mögulegra viðskiptavina með Inbound Marketing aðferðinni. Með því að búa til efni sem er hannað til að leysa vandamál og þarfir þinna ákjósanlegu viðskiptavina (e. primary buyers persona) laðar þú að viðskiptavini sem hæfa þínum rekstri og byggir um leið upp trúverðugleika fyrirtækisins.
Efst á myndinni hér fyrir ofan er það sem fyrirtæki þurfa að gera til að geta notað Inbound Marketing aðferðina, laða að, umbreyta, selja og gleðja (e. Attract, Convert, Close og Delight). Þetta þurfa fyrirtæki að gera til að laða að heimsóknir, væntanlega viðskiptavini, viðskiptavini og meðmælendur.
Neðst á myndinni eru svo þau tól sem fyrirtæki þurfa að nota á hverju stigi.
(Athugið að á listanum eru tólin sett þar sem þau koma fyrst inn í myndina en það þýðir ekki að þau séu ekki notuð á seinni stigum líka).
Hin 4 stig Inbound aðferðarfræðinnar
Laða að (e. Attract)
Þú vilt ekki fá bara einhverjar heimsóknar á síðurnar þínar. Þú vilt fá heimsóknir þar sem ákjósanlegir viðskiptavinir fá þær upplýsingar sem þeir eru að leita að. En hverjir eru ákjósanlegir viðskiptavinir? Það myndu vera svokallaðar Buyers Persona. Buyer Persona er þinn ákjósanlegi viðskiptavinur. Með því að gera sér grein fyrir hver Buyer Persona þíns fyrirtækis er getur þú búið til efni sem laðar hana að þínu fyrirtæki.
Blogg
Blogg er eitt vanmetnasta tól markaðsfræðinnar. Með því að blogga ertu að búa til efni um þá hluti sem fyrirtækið þitt er að gera og hefur sérkunnáttu í. Þannig ertu að búa til gagnagrunn (e. library) fyrir vænlega viðskiptavini sem vita ekki hvernig þeir eiga að snúa sér. Með því að blogga reglulega ertu einnig að búa til nýtt efni fyrir viðskiptavini sem heimsækja reglulega síðuna þína. Þannig verður hún ekki einsleit og óspennandi fyrir þá sem sækja hana reglulega.
SEO – Leitarvélabestun
Öll viljum við að væntanlegir viðskiptavinir geti fundið okkur þegar þeir þurfa á þjónustu að halda sem við getum veitt. Með góðri leitarvélabestun kemur þú í veg fyrir að heimasíða þíns fyrirtækis verði á hinni hræðilegu blaðsíðu 2 á Google.
Síður
Heimasíður og aðrar síður fyrirtækisins eru eitt af andlitum fyrirtækisins útá við. Þær þurfa því að vera í lagi. Gerðu notendum kleift að eiga auðvelt með að ferðast (e. navigate) um síðuna þína.
Birtingar á samfélagsmiðlum
Árangursríkar Inbound áætlanir þurfa einstakt efni sem höfðar til þeirra sem þú vilt tala við. Birtingar á samfélagsmiðlum gera þér kleift að birta efnið sem þú býrð til. Samfélagsmiðlar eru líka frábær vettvangur þar sem þú getur fengið viðbrögð við því sem þú ert að birta ásamt því að setja andlit á vörumerkið þitt. En ekki bara skrá fyrirtækið þitt á alla samfélagsmiðla, vertu á þeim samfélagsmiðlum þar sem vænlegir viðskiptavinir eru.
Umbreyta (e. Convert)
Þegar þú ert búin/n að laða að heimsóknir á síðurnar þínar er næsta skref að breyta þessum heimsóknum í mögulega viðskiptavini með því að fá upplýsingar um þá. Í allra minnsta lagi þarftu netfangið þeirra. Upplýsingar um mögulega viðskiptatengiliði eru verðmætustu upplýsingar sem þeir eiga á netinu og því er nauðsynlegt að gefa þeim eitthvað í staðinn sem er þess virði svo þeir séu tilbúnir til að láta af hendi þær upplýsingar. Það sem þú getur t.d. gefið þeim í staðinn getur verið eBækur, Whitepapers eða önnur ráðgefandi skjöl. Þ.e.a.s. hverjar þær upplýsingar sem gætu verið hjálplegar og/eða verðmætar fyrir þína ákjósanlegu viðskiptavini.
Helstu verkfærin til að umbreyta heimsækjanda í vænlegan viðskiptavin eru:
Skráningarform
Til þess að þú komist í þær upplýsingar til að geta haft samband við vænlega viðskiptavini þurfa þeir að geta fyllt út skráningarform með upplýsingum. Einfaldaðu skráningarformið þannig að þetta skref verði sem auðveldast.
CTA – Call to action
CTA eru hnappar eða tenglar sem hvetja gesti á síðunum þínum til að grípa til aðgerða. Eins og að niðurhala eBók eða ná í PDF skjal sem er verðmætt fyrir vænlegan viðskiptavin þinn.
Lendingarsíða
Lendingarsíða er síðan sem vænlegir viðskiptavinir lenda á ef þeir ýta á CTA, þar fá þeir eBók eða PDF skjalið ef þeir fylla út skráningarformið og verða þannig viðskiptatengiliðir.
Tengiliðir
Að halda utan um hvað þú ert að ná að umbreyta mörgum gestum í viðskiptatengiliði er mikilvægt til að sjá hvaða markaðsaðgerðir eru að virka og hverjar ekki.
Sala (e. Close)
Þá er það salan sjálf – hvernig verður vænlegur viðskiptavinur að viðskiptavini? Hvernig er best að bera sig að og hvað þarf gera?
CRM – Viðskiptamannalisti
Gott CRM kerfi er eitt besta tól sölumannsins. Með góðu CRM kerfi getur þú haldið utan um alla tengiliðina þína, öll þau fyrirtæki sem þú ert í viðskiptum við og alla þá samninga sem eru í burðarliðnum. CRM kerfi auðveldar vinnu sölumannsins því þar getur hann nálgast öll samskipti sem hafa átt sér stað og þannig er hann í betri stöðu til að ljúka sölunni.
Close Loop
Closed Looped samskipti eru að verða sífellt algengari enda er línan á milli sölu og markaðsteyma stöðugt að verða óljósari. Closed looped snýst í raun og veru um að söluteymið greini markaðsteyminu frá því hvað varð um ábendingar á vænlega viðskiptavini sem markaðsteymið náði til. Þannig getur markaðsteymið séð hvaða vænlegu viðskiptavinir eru líklegri en aðrir til að verða að viðskiptavinum.
Tölvupóstur
Margir halda því fram að tölvupóstur sem markaðs- og söluverkfæri sé deyjandi en allar upplýsingar benda til þess að svo sé ekki. Hinsvegar erum við sem neytendur orðin miklu betri í að sjá hvaða tölvupóstar sem við fáum senda eiga raunverulegt erindi við okkur og hverjir ekki. Þess vegna þarf að vanda til verka og senda hnitmiðaða tölvupósta á rétta markaðshluta og tengiliðalista.
Sjálfvirk markaðsetning (e. Marketing Automation)
Í þessu skrefi þarftu að búa til sjálfvirka markaðsetningu sem miðar að því að þú sendir þeim sem náðu í ákveðið skjal fyrirfram ákveðna röð tölvupósta.
Gleðja (e. Delight)
Að gleðja viðskiptavini er vonandi eitthvað sem við öll viljum gera. Inbound aðferðarfræðin snýst um að búa til efni fyrir ákjósanlega viðskiptavini okkar sem eru að heimsækja síðuna okkar, vænlega viðskiptavini eða þá sem eru nú þegar viðskiptavinir okkar.
Skoðunarkannanir og viðbrögð
Besta leiðin til að vita hvað það er sem viðskiptavinurinn vill er að spyrja hann. Það er svo einfalt. Fáðu viðbrögð og biddu viðskiptavini þína um að svara spurningum. Þannig geturðu verið viss um að þú sért að veita viðskiptavinum þá þjónustu sem þeir vilja.
Að fylgjast með samfélagsmiðlum
Haltu utanum hvað er að gerast á samfélagsmiðlum, hvað er verið að segja um vörumerkið þitt? Hvað eru þeir sem eru á tengiliðalistanum að segja um þig og hvað eru þeir að skoða?
Þannig getur þú búið til efni sem mun gleðja þá.
HubSpot er markaðstól sem hjálpar þér að beita inbound marketing aðferðafræðinni.
Hér geturu lesið meira um Inbound marketing.
https://www.hubspot.com/inbound-marketing
Hérna geturu hlustað á hlaðvarp þar sem Inbound marketing er útskýrt.
http://inboundmarketingtoday.com/