Þeir sem komið hafa til Skotlands hafa væntanlega tekið eftir gosdrykknum Irn-Bru. Þennan gosdrykk má í raun kalla þjóðardrykk Skota, enda er þetta víst eitt af fáum löndum í heiminum þar sem Coke og Pepsi hafa þurft að láta í minni pokann fyrir innlendri framleiðslu.
HM herferð Irn-Bru þetta árið verður að teljast vel heppnuð, amk eru fyrstu viðtökur á henni erlendis mjög jákvæðar. Líkt og Skotum er lagið gera þeir góðlátlegt grín að því að hafa misst af HM 2010, og stofna til þjóðarátaks um að koma liðinu á HM 2034. Sem sagt, skosku kvenfólki er uppálagt að leggjast með Brasilíumanni og þannig er ætlunin að fá teknískara landslið eftir um 20 ár.
Hér má sjá tvö dæmi um þessa skemmtilegu nálgun, þar sem grínið er í fyrirrúmi. Hér er síðan heimasíða Irn Bru sem býður notendum uppá ýmsa notkunarmöguleika í tengslum við leikinn.
]
Spurning hvort að við Íslendingar stofnum til átaks þegar Portúgalir koma hingað í haust?