fbpx

“Því meira sem þú elskar, því meira gefur þú”. HAAA?

by | Feb 2, 2012 | Auglýsingar, Markaðsmál, Umhverfismerkingar | 0 comments

Þessa auglýsingu sá ég í glugga á virðulegri skartgripaverslun (Chrisholm Hunter) í Bretlandi í vikunni.

“The more you love, the more you give.”

Valentínusardaguinn, sem við á Íslandi erum farin að verða vör við í seinni tíð, er 14. febrúar og verslunareigendur í UK eru á yfirsnúningi.

Oft eru þetta auðvitað undirliggjandi skilaboð, en aldrei man ég eftir að hafa séð þetta sett svona fram.  Því meira sem þú elskar, því meira gefur þú.  Það er að segja, ef þú gefur ekki ástinni þinni dýran skartgrip veit hún að þú elskar hana einfaldlega ekki, eða í það minnsta ekkert svo mikið.  Það er ekki hugurinn sem skiptir máli.  Bara verðmiðinni.

Er þetta eðlileg þróun?

 

Full langt gengið

 

Eitt flugbeitt grín úr Family guy snertir á þessu máli – ögn óheflaðar:

[yframe url=’http://www.youtube.com/watch?v=5Ur2er-STls’]

 

Deildu gleðinni

Tengdar greinar