fbpx

Í blíðu og stríðu, KSÍ og kostendur

by | Sep 21, 2011 | Auglýsingar, Kostanir | 0 comments

Fyrirtæki sem velja sér þann vettvang að gerast styrktaraðilar íþróttafélaga eða sambanda gera slíkt útfrá mismunandi ástæðum.  Oftast er þó um að ræða að eftir yfirvegaðar vangaveltur telja stjórnendur þeirra að vörumerkið sem um ræðir njóti þeirra tenginga sem íþróttin, eða sambandið getur veitt því.  Síðan koma auðvitað inní þetta meira praktískir þættir, svo sem aðgengi að markhóp/markað, aðgengi að vissum atburðum og fleira.

Eitt af því helsta sem um er samið er svokallaður einkaréttur innan samkeppnisgreinar að viðkomandi “eign” (company exclusitivity).  Sem dæmi má nefna að ef Icelandair semur við KSÍ, þá er Iceland Express meinaður aðgangur að því að tengjast sömu atburðum.

Því tóku glöggir markaðsmenn eftir því þegar KSÍ birti heilsíðuauglýsingu þar sem íslenska kvennalandsliðið tekur svokallaða “haka” pósu í anda Nýsjálenskra rugby manna.  Flott pósa og gaman að sjá að hugmyndaflugið er talsvert meira þegar auglýstir eru leikir kvennalandsliðsins en karlalandliðsins ( nánar um það reyndar síðar).

Það sem þó stakk markaðsmenn í augun (fyrir utan vandræðalega stafsetningarvillu) var aðkoma Nike að auglýsingunni.  Sjá mátti greinilega að íslensku landsliðskonurnar klæðast Nike fatnaði.  Þetta er merkilegt þar sem Errea er styrktaraðili KSÍ, og því með ólíkindum að KSÍ sendi frá sér auglýsingu sem skarti landsliðinu í áberandi Nike fatnaði.

En batnandi mönnum er best að lifa, og í auglýsingu sem birtist í gær, þriðjudag mátti sjá að búið var að photoshoppa burt Nike logoin.  Ekki nóg með það, heldur hafa Errea menn fengið vörumerki sitt birt á áberandi stað við hlið liðsins svona til að undirstrika að þær velji jú Errea.  Eða þannig.

Deildu gleðinni

Tengdar greinar