Nokia eru rosalega stoltir af nýja N8 símanum sínum. Eitt af því sem þeir eru hvað stoltastir af eru gæði myndavélarinnar.
Einhver snillingur þróaði einhverja rosalega aðdráttalinsu á símann og Nokia vildi gera eitthvað til að sýna hve frábær þessi græja er.
Það var ekkert verið að senda út fréttatilkynningu.
Niðurstaðan varð að búin var til minnsta stop-motion mynd í heimi, þ.e. staðfest af heimsmetabók Guinness sem minnsti stop-motion karakter allra tíma (Smallest stop-motion animation character in a film).
Karakterinn er 9 mm og framleiðslan hefur tekið sinn tíma því í “making of” myndbandinu segjast þeir hafa verið að framleiða um 4 sek á dag.
Þetta er ótrúlega svalt.
Myndbandið
Nokia ‘Dot’ from Sumo Science on Vimeo.
Ef þú ert að velta fyrir þér hvernig í ósköpunum þetta er gert má sjá hér afar áhugavert “making of” myndband.
The Making Of Nokia ‘Dot’ from Sumo Science on Vimeo.