fbpx

6 hlutir sem þú þarft að vita um upptalningar

by | Sep 13, 2010 | Branding, Samfélagsmiðlar | 0 comments

Það er afar áberandi hneigð hjá bloggurum að vera með upptalningar. þetta á sérstaklega við um “atvinnubloggara”, þ.e. fólk sem er markvisst að vinna í því að auka traffík á bloggið sitt. Annað hvort vegna auglýsingatekna eða markaðssetningu á sjálfum sér, eða bæði.

Hér eru nokkur atriði sem ég hef tekið eftir varðandi þessar upptalningar:

1. Megin hlutverk þeirra er að fá þig til að fara inná síðuna
2. Flestir listarnir eru bara samdir af höfundi og hafa ekki neinar rannsóknir á bakvið sig
3. Þeir spila á þörf fólks fyrir þægindi og öryggi. “Hva, bara 5 atriðið. Ég verð nú ekki lengi að renna í gegnum það.”
4. Nokkrir hlutir á listanum eru bara á listanum til að láta hann vera lengri
5. Oft eru atriði á listanum sem eru ágætir punktar, svo þessir listar eru ekki endilega tímasóun.
6. Ég hef s.s. ekki fleiri atriði að minnast á, en mér fanns bara svo lélegt að vera með “5 atriði sem þú verður að vita um upptalningar”

Ýktasta dæmið um upptalningarbloggar er Jeff Bullas, en blogg eins og Mashable nota einnig mikið af upptalningum.

Ég er ekki að gagnrýna þessa aðferð. Hún virkar. Hafðu það í huga í þínu bloggi, hafðu það í huga í þínu markaðsstarfi.

Deildu gleðinni

Tengdar greinar

Handahófs markaðssetning er rugl

Handahófs markaðssetning er rugl

Markaðssetning af handahófi er hörmuleg hugmynd.   Hættu að gera bara eitthvað, svona þegar þú manst eftir því að þú þarft víst að gera eitthvað í marketing. Markaðsstarf gengur útá að auka virði fyrir viðskiptavini þína.  Markaðsstarf kostar peninga.  Það er því sóun...