fbpx

Þú átt að blogga, þó þú hafir ekkert að segja.

by | Aug 25, 2010 | Branding, Samfélagsmiðlar | 4 comments

Að blogga er ekki það sama og að röfla, kvarta eða drulla yfir einhvern.

Að vissuleiti hefur þetta hugtak, “að blogga” fengið neikvæðar tengingar í hugum sumra. Kannski aðallega vegna þess að viss hópur bloggarar eru gjarnan að kvarta, skammast eða er drifinn áfram af einhverjum neikvæðum hvötum.

Það á alls ekki að láta þetta neikvæða kjaftæði stoppa sig.
Þú átt að blogga, jafnvel þó þú haldir að þú hafir ekkert að segja 🙂

Fyrir fyrirtæki, samtök eða félöga af einhverju tagi er blogg mikilvægt til að miðla upplýsingum, efla sambönd og til að hjálpa til við að komast ofar í leitarvélum. Auk þess sem fyrirtæki geta fest sig í sessi sem sérfræðingur á ákveðnu sviði með því að halda úti fagbloggi.

Fyrir einstaklinga er þetta bara ágæt leið til að koma skipulagi á hugsanir og til að æfa sig í að setja fram skoðanir. Út frá markaðslegri nálgun, eða personal branding, er blogg auvitað sterk leið til að branda sjálfan sig, ekki ósvipað og rætt var um hér að ofan varðandi fyrirtæki. Nú, svo er maður manns gaman.

Blogg þarf ekki að vera langt (þetta er meira að segja orðið full langt). Stutt vangavelta eða athugasemd um menn og málefni er áhugaverð.

Seth Godin og Tom Peters ræða um þetta málefni og segja þetta á einfaldan hátt:

Ef þú ætlar að blogga fyrir fyrirtækið þitt, sem ég mæli með, fjallar Jeff Bullas um leiðir til að efla framsetninguna í eftirfarndi grein: (ég held ég hafi gleymt að fylgja leiðbeiningunum sjálfur)
30 Tips On How To Make Your Company’s Blog Rock.

Ps. Ef þú veist um eitthvað fyrirtæki sem er með blogg og gerir það vel, skjóttu þá svari hér f. neðan.

Deildu gleðinni

Tengdar greinar

Handahófs markaðssetning er rugl

Handahófs markaðssetning er rugl

Markaðssetning af handahófi er hörmuleg hugmynd.   Hættu að gera bara eitthvað, svona þegar þú manst eftir því að þú þarft víst að gera eitthvað í marketing. Markaðsstarf gengur útá að auka virði fyrir viðskiptavini þína.  Markaðsstarf kostar peninga.  Það er því sóun...