fbpx

Það er öllum sama um þig

by | Apr 26, 2010 | Samfélagsmiðlar | 3 comments

það eru ansi mörg fyrirtæki haldin þeirri ranghugmynd að fólk hafi áhuga á því sem þau eru að gera.

Það er rangt.

Fólk hefur áhuga á því sem snertir það sjálft.  Það hefur áhuga á því sem léttir þeim lífið, eykur velferð þeirra, bætir hag þeirra, eflir það að einhverju leiti, eða bara skemmtir því.

Fólki er slétt sama um þitt fyrirtæki í sjálfusér.  Ef fyrirtæki er ekki að gera eitthvað sem snertir hag fólks, mun fólk ekki versla við viðkomandi fyrirtæki og ekki fylgjast með því.

Þetta er mikilvægt að hafa í huga þegar kemur að samfélagsmiðlum.  Því þrátt fyrir að ég kaupi ákveðna vöru, þýðir það ekki að mig langi endilega að vera vinur hennar.  Stundum er ég bara að kaupa sápu.  Það þýðir ekki að ég sé sápu aðdáandi.  Það þýðir bara að mig langi ekki ganga um eins og skítalabbi.

Ég hef ekki áhuga á að gerast aðdándi sápuframleiðandans á Facebook, bara vegna þess að hann setti upp síðu og byrjaði að setja inn myndir af vörunni og segja mér að bjóða öllum vinum mínum að vera aðdáendur líka.

Ef þú sem fyrirtæki ert að pæla í að mæta til leiks á samfélgsmiðlunum skaltu vera viss um að vera með stefnu.  Samfélagsmiðlar eru eins og hvert annað markaðstól.  Það þarf að vera plan.  Hvað ætlar þú að gera, fyrir hvern og hvernig.  Ef þú ætlar ekki að gera eitthvað fyrir “aðdáendur” þína er tilgangslaust að byrja.

Ef þú ert ekki að gera eitthvað fyrir fólk, er því sama um þig (sem fyrirtæki).

Deildu gleðinni

Tengdar greinar