Allir og amma þeirra hafa notað vefinn. Eðli málsins samkvæmt “finnst” því öllum eitthvað um hvernig vefur á að vera. Eða eins og Dirty Harry sagði: “Well, opinions are like assholes. Everybody has one” (Smelltu til að heyra meistarann flytja línuna.)
Eftirfarandi infograph, eða anti-infograph setur skemmtilega fram ferlið sem þú ættir að athuga að fara í gegnum þegar unnið er að nýjum vef. Skemmtilegi hlutinn er ekki síst það sem stendur inní hvítu bólunum – þar er það sem allt of oft gerist í alvörunni, t.d. hver kannast ekki við “The CEO was hopping online … ” eða eitthvað álíka. Í slíkum tilfellum er oft freistandi að vitna í áðurnefndan Harry.
Ps. mundu að vefurinn þinn er markaðslegt tól. Því á að vinna með vefinn eins og önnur markaðsleg tól. Móta stefnu, gera áætlun og fylgja eftir settum markmiðum.
Click to enlarge
Made by My Destination, locally informed, globally inspired travel guides and information.