fbpx

Er verið að drepa email marketing? Svona vinnur þú með nýju reglum ESB “GDPR” (Myndband)

by | Feb 11, 2019 | Email marketing, GDPR | 0 comments

Ef þú hefur heyrt um nýjar reglur varðandi upplýsingar um viðskiptavini og markaðssetningu með tölvupósti skaltu ekki örvænta.

Byrjaðu bara á því að horfa á þetta myndband. Svo getur þú haft samband við VERT. Við getum örugglega aðstoðað með næstu skref.

Er markaðssetning með tölvupósti gagnleg?

Ef þú ert í einhverjum vafa um það hvort markaðssetning með tölvupósti (email marketing) er góð leið til að ná árangri, hafðu þá eftirfarandi 5 hluti í huga:

  1. Það er hægt að “miða” (targeting) með tölvupósti. 
    Að því gefnu að póstlistar séu vandaðir og vel unnir.
  2. Markaðssetning með tölvupósti eykur vörumerkjavitund
    Hver póstur ýtir þér ofar í huga. Ef þú gerir þetta rétt ertu sífellt að auka virði þitt.
  3. Tölvupósti má auðveldlega deila/framsenda.
    Það þýðir að ef þú ert að senda þínu fólki áhugavert efni eða tilboð eru þeir líklegir til að deila því. Það er bara einn smellur að framsenda póst og ef þú hvetur faglega til þess mun gott efni dreifast.
  4. Það er auðvelt að mæla árangur.
    Það eru fáar markaðsaðgerðir sem eru eins mælanlegar. Þú getur séð hverjir opna, hvenær og hvað þeir smella á. Ef vel er gert, getur þú fylgt viðtakandanum alla leið í mark og þá getur þú uppá krónu séð hvað þú seldir með hverjum pósti. Þetta má gera með MailChimp og enn betur með MailChimp og HubSpot saman.
  5. Markaðssetning með tölvupósti er með því hagkvæmasta sem hægt er að gera í kynningarmálum.
    Það er enginn vafi að tölvupóstur er hagkvæm leið til markaðssamskipta. Enginn prent eða framleiðslu kostnaður, enginn birtingarkostnaður – ekki einu sinni kostnaðurinn við frímerki. Til eru rannsóknir sem benda til þess að ef vel er gert geti vönduð tölvupóstherferð skilað 40:1 f. hverja krónu sem lögð er í herferðina.

Þetta er ekki tæmandi listi yfir kosti þess að stunda markaðssetningu með tölvupósti og hér er ekki verið að telja upp áskoranirnar. Þær eru auðvitað nokkrar. Hér er líka verið að miða við að vandað sé til verks. Unnið sé með vandaða póstlista, texti og tilboð í útsendum pósti sé sæmandi og allt sé þetta vel útlítandi. Enda hvers vegna ættir þú ekki að vanda þig þegar þú talar við núverandi og verðandi viðskiptavini 🙂

VERT er MailChimp partner – Þú getur bókað fund með yfir apanum okkar hér og fengið að vita allt sem þú vildir vita um markaðssetningu með tölvupósti. Jafnframt er VERT vottaður HubSpot partner. Nánari upplýsingar um HubSpot hér. Ef þú hefur áhuga á stuttum kynningarfundi um HubSpot getur þú bókað hann hér.

Myndaniðurstaða fyrir mailchimp

Smella á apann!

 

Fyrirvari: Þetta myndband er ekki lögfræðiráðgjöf fyrir fyrirtækið þitt til að nota í samræmi við löggjöf um persónuvernd á borð við GDPR. Tilgangur þess er að veita bakgrunnsupplýsingar til að auðvelda áhorfendum að skilja GDPR. Öll framsetning er almenns eðlis og ber ekki að rugla saman við upplýsingar sem lögfræðingur myndi veita þér sérsniðnar að þínum aðsætðum.

Til að draga þetta saman: Þú ættir ekki að treysta á þetta til að gefa þér endanleg svör varðandi GDPR eða nokkur önnur mál.

Deildu gleðinni

Tengdar greinar

No Results Found

The page you requested could not be found. Try refining your search, or use the navigation above to locate the post.