fbpx

VERT MARKAÐSSTOFA

Vinnur með viðskiptavinum sínum í stefnumótun, rannsóknum, vöruþróun og vörumerkjavinnu auk þess að framleiða kynningarefni af öllu tagi.

Birtingaþjónusta

Birtingaþjónusta VERT kostar þig ekkert.

Ástæðan fyrir því er að flestir miðlar borga fyrirtækjum sem sjá um birtingarþjónustu ákveðna þóknun, svokölluð þjónustulaun. Þetta er ekkert leyndarmál. Allir sem sjá um birtingaþjónustu eru að birta samkvæmt sömu gögnum. Það þýðir að munurinn á þjónustu felst fyrst og fremst í öðrum þáttum en upplýsingum um það hver er að horfa á hvað.

VERT hjálpar þér að fá sem mest fyrir peninginn – mest þýðir ekki flestar auglýsingar eða afslátta % sem hljómar há. Að fá mest fyrir peninginn í birtingum þýðir að ná til sem flestra, réttra aðila, fyrir sem minnstan pening.

  • Við erum á tánum
  • Við grípum tækifærin þegar þau gefast
  • Við búum yfir markaðslegu innsæi
  • Við höfum reynslu beggja vegna borðsins!

Hringdu, sendu okkur línu eða láttu okkur hringja í þig. Skráðu þig hér til hægri.

Við sérhæfum okkur einnig í birtingum á Google og samfélagsmiðlumVERT ermarkaðsstofa því það er fleira fólgið í farsælu markaðsstarfi en að auglýsa bara. Stundum er ekki farsælast að auglýsa, stundum er betra að laga verð, fara í kynningar eða að uppfæra vöruna.

Það er best að vinna með aðilum í birtingum sem hugsa um eitthvað annað en bara að birta sem mest fyrir þig. Ekki láta bara selja þér heilsíðu, vertu með áætlun um það hvar, hvenær og til hvers er birt hverju sinni.

VERT markaðsstofa sérhæfir sig í miðlun þekkingar til viðskiptavina með það að markmiði að hámarka skilvirkni auglýsingaherferðar. VERT veitir faglega ráðgjöf á sviði birtinga og sér um gerð samninga við alla helstu fjölmiðla. Að hanna árangursríka birtingaáætlun felur í sér þekkingu á styrkleika hvers miðils og hvernig mismunandi miðlar vinna best saman.

Ef þú hefur áhuga á að fara með fyrirtækið þitt í birtingar hjá faglegri markaðsstofu þér að kostnaðarlausu, skráðu þig þá hér til hliðar og við verðum í sambandi.

Svo ertu náttúrulega alltaf velkomin/n í kaffi til okkar eða jafnvel te.

VERT MARKAÐSSTOFA

VERT markaðsstofa vinnur með fyrirtækjum við að ná árangri með vönduðu sölu- og markaðsstarfi.

Auk þess að framleiða markaðs- og kynningarefni af öllu tagi, sinnum við stefnumótun, rannsóknum, vörumerkjavinnu og markaðssamskiptum, bæði í hefðbundnum miðlum og rafrænum.

VERT er markaðsstofa – við sérhæfum okkur í markaðsmálum.