Kreó
VERT hannaði merki Kreó, vefverslunar sem býður upp á fallegar hönnunarvörur fyrir heimilið. Táknið sem fylgir nafninu er létt og stílhreint, minnir jafnvel á nettan hönnunargrip. Það er einnig hannað með það í huga að það komi vel út sem ikon á vefverslun – þar sem merkið er helst í notkun.