fbpx

Jökla

VERT fékk það verkefni að hanna umbúðir á rjómalíkjör, sem er fyrsti sinnar tegundar á Íslandi.

Það er alltaf skemmtilegt að byrja með auðan striga. Þannig hófst verkefnið sem í dag er JÖKLA rjómalíkjör. Fyrst var byrjað að vinna í nafni. Sagan á bakvið vöruna leiddi okkur að þessu nafni. Svo var byrjað að vinna umbúðir. Nafn, letur, litir, logo, upplýsingar, upplifun og útlit í hillu.  Allt þetta er JÖKLA.

Það er alltaf gaman að gera umbúðir, en fyrir svona fljótandi nammi – æðislegt.

Jökla í allri sinni dýrð kemur á markað með vorinu – við bíðum spennt.