fbpx

VERT MARKAÐSSTOFA

Vinnur með viðskiptavinum sínum í stefnumótun, rannsóknum, vöruþróun og vörumerkjavinnu auk þess að framleiða kynningarefni af öllu tagi.

Stafræn Markaðssetning

Ef þú ert að hugsa um Google auglýsingar ertu á réttum stað. Hvort sem þú ert að hugsa um kostaða tengla eða Google display auglýsingar þá getum hjálpað.

Við getum hjálpað þínu fyrirtæki að:
  • Halda utan um samfélagsmiðla
  • Senda út markpóst
  • Leitarvélabestað heimasíðuna þína (SEO)
  • Hannað fyrir þig vefborða
  • Heimasíðugerð
  • Gera lendingarsíður
  • búið til App
  • og margt fleira

Ef þú telur að þitt fyrirtækið þurfi ráðgjöf í strafrænum heimi markaðssetningar þá erum við með reynsluna, kunnáttuna og getuna til að leiðbeina þér og þínu fyrirtæki.

VERT er vottaður Google og MailChimp samstarfsaðili. 

 
Ef þú vilt aðstoð, sendu þá póst á birtingar@vert.is, hringdu í 568 7676, fylltu út formið á síðunni eða smelltu bara á þennan hnapp.

Nánar um það hvernig við vinnum

VERT leggur mikla áherslu á kosti heildrænnar markaðssetningar, þvert á alla miðla.

Stefnumótun í notkun stafrænna miðla, neytendahegðun á stafrænum miðlum sem og atferlisgreiningar á netinu. Einnig kortlagningu snertiflata, hegðanna og upplifanna neytenda á netinu.
 
Viðskiptavinir dagsins í dag krefjast gagnvirkrar snertingar við fyrirtæki og að hreyfanleiki, hraði og notendahæf viðmót séu til staðar. VERT getur fært þitt fyrirtæki inn í stafrænan heim nútímans.

Hvort sem það er á samfélagsmiðlum, vefborðum á heimasíðum, markpóstsendingum eða með leitarvélabestun, þá þarftu að vera með áætlun og fylgja henni eftir. Mikilvægast er samt að gera sér grein fyrir í hvað þú ert að eyða peningnum.

Einn helsti kostur stafrænnar markaðsetningar er sá að það er einfaldara en á hefðbundnum miðlum að reikna ROI (return of investment). Þannig er einfaldara að mæla hvað er að virka og hvað ekki.

Þú vilt ekki að væntanlegir viðskiptavinir finni þig ekki þegar þeir leita að lausnum að þeim vandamálum sem þeir hafa. Þess vegna þarftu að gefa þér tíma í að markaðsetja þitt fyrirtæki á stafrænum miðlum.

Hjá VERT starfa Google vottaðir markaðsráðgjafar með mikla reynslu af hverju því sem viðkemur markaðsetningu á stafrænum miðlum.

Nánar um Google display auglýsingar og kostaða tengla

Google display auglýsingar

Google myndauglýsingar (display) eru myndaauglýsingar sem birtast þegar vafrað er um netið.

Þær birtast á síðum innan “Google Display Network” sem eru fjölmargar og vinsælar. Þegar smellt er á auglýsingarnar fer viðkomandi á heimasíðu viðkomandi fyrirtækis eða á aðra fyrirfram ákveðna lendingarsíðu.
 
Google auglýsingar er hagkvæm leið til að ná til markhópsins og hægt er að beina auglýsingum að áhugamálum fólks, á sérstakar síður eða eftir leitarorðum. Hægt er að stjórna birtingum eins og hversi oft fólk fær auglýsingarnar, á hvaða tíma dags og á hvaða dögum.
Einungis er borgað fyrir smelli en ekki birtingar. Myndauglýsingarnar virka vel þegar auka á vitund fólks á vörumerki eða í almennum auglýsingaherferðum.

Google kostaðir tenglar

Hvað eru kostaðir tenglar?

Kostaðir tenglar eru keyptar leitarniðurstöður á Google leitarvélinni. Kostaðir tenglar birtast í leitarniðurstöðum á fyrirfram ákveðnum leitarorðum. Hægt er að stjórna textanum sem fylgir tenglinum og hvaða síður viðkomandi lendir á þegar hann smellir á tengilinn. Greitt er fyrir smelli en ekki birtingar.

Hvers vegna kostaðir tenglar?

Kosturinn við kostaða tengla er að hægt er að miða á ákveðin leitarorð sem passa vel við framboð viðkomandi fyrirtækis. Kostaðir tenglar birtast þeim sem sýna áhuga á framboðinu á þeim tíma sem þeir sýna því áhuga. Kostaðir tenglar virka vel þegar vefsíðan er ekki ofarlega í náttúrulegri leit á leitarorðum sem passa vel við framboðið. Einnig er það mikill kostur að einungis er greitt fyrir smelli en ekki birtingu. Þannig að greitt er fyrir þá sem sýna auglýsingunni áhuga en ekki öðrum.

Svona vinnur þú með Google auglýsingar

Í byrjun er gerð leitarorða- og samkeppnisgreining.

Eftir það eru leitarorð valin og skipt upp í viðeigandi flokka eftir þema þeirra. Hver leitarorðaflokkur fær 3-4 auglýsingar með mismunandi texta.

Viðeigandi lendingarsíðu er úthlutað á auglýsingarnar, hvort sem um ræðir heimasíðu fyrirtækis, undirsíðu þess eða sérhannaða lendingarsíðu.

Því næst er herferðin sett upp í Google Adwords þar sem fjármagni er deilt á flokkana, boð í leitarorð sett sem og aðrar stillingar varðandi herferðina.

Þegar herferð er farin af stað þarf síðan að fylgjast með nýtingu fjármagns, boðum í leitarorð og hvaða auglýsingar virka best. Þannig er tryggt að fjármagn nýtist með sem bestum hætti. Í byrjun er birtingakostnaður ákveðinn en í lok fyrsta mánaðar er hann endurmetinn með tilliti til árangurs.

Það getur hver sem er sett upp herferðir hjá Google, hvort sem verið er að tala um kostaða tengla eða Display auglýsingar. En ef þú hefur ekki tíma eða kunnáttu gert það fyrir þig.  Sendu póst á birtingar@vert.is, hringdu í 568 7676, fylltu út formið hér fyrir ofan eða smelltu bara á þennan hnapp.
 
Fáðu heimsókn án skuldbindingar
 
Dæmi um Google display auglýsingar
 

 

Dæmi um kostaða tengla

VERT MARKAÐSSTOFA

VERT markaðsstofa vinnur með fyrirtækjum við að ná árangri með vönduðu sölu- og markaðsstarfi.

Auk þess að framleiða markaðs- og kynningarefni af öllu tagi, sinnum við stefnumótun, rannsóknum, vörumerkjavinnu og markaðssamskiptum, bæði í hefðbundnum miðlum og rafrænum.

VERT er markaðsstofa – við sérhæfum okkur í markaðsmálum.