fbpx

Áætlunardagatal VERT 2020

Áætlunardagatalið 2020 er komið út!  Það hefur þegar verið sent til vina VERT. Í ár er það í boði sem veggdagatal, rafrænt dagatal (vert.is/dagatal) og sem skjádagatal (neðst á þessari síðu)  Njóttu vel.

Áætlunardagatal VERT 2020

Ef þú ert með athugasemdir sem þú myndir vilja koma á framfæri má endilega senda okkur tölvupóst á dagatal@vert.is – hjálpaðu okkur að hjálpa þér. 😀

Ef þú vilt fá sent dagatal þegar það kemur úr prentun þá getur þú skráð þig og þitt fyrirtæki hér til hliðar.

Til hvers er áætlunardagatalið?

Að vera undirbúin/n er mikilvægt. Okkur hættir til að gleyma okkur í núinu.

Ekki láta það koma þér á óvart að páskar eru snemma vors og verslunarmannahelgin síðla sumars. Þetta eru hlutir sem faglegt markaðsstarf á að bera kennsl á í áætlunarvinnunni og gera grein fyrir hvernig þá beri að nýta.

Til að hjálpa þér hefur VERT búið til ÁÆTLUNARDAGATAL sem þitt fyrirtæki getur notað til að skipuleggja markaðsárið.

ÁÆTLUNARDAGATAL VERT er verkfæri sem aðstoðar þig við að gera markaðsstarfið þitt skipulagðara og markvissara.

Í stórum dráttum getur þú notað dagatalið á eftirfarandi máta:

  • Byrja á því að rýna markaðsstarf þitt hingað til.
  • Taktu stöðuna, bæði innri og ytri.
  • Settu markaðsleg markmið og gerðu áætlun um hvernig þú nærð þeim.

Gott er að byrja á þessari vinnu um miðjan október.  Við mælum með því að hafa stefnu til þriggja ára og áætlun fyrir árið tilbúið ekki seinna en 15. nóvember.  Síðan er gott að yfirfara og uppfæra áætlunina þrisvar til fjórum sinnum yfir árið;

Fyrstu endurskoðun er gott að framkvæma í mars til að fylgja eftir að áætlanir standist og hvort þurfi að grípa til aðgerða. Um miðjan maí er gott að endurskoða aftur til að geta sett sig í stellingar fyrir sumarið. Eftir verslunarmannahelgi er flott að setjast niður og endurskoða og uppfæra áætlunir fyrir haustið.  Svo um miðjan október hefst hringurinn aftur að nýju.

Hafðu engar áhyggjur af því að þú sért að gera þetta vitlaust, það að þú sért að skoða og pæla í áætlunargerð er rétta skrefið í átt að betra markaðsstarfi.

Ekki vera feimin/n við að krota á dagatalið, það er til þess gert.

Skráðu þig og fyrirtækið þitt hér til hliðar og fáðu sent ÁÆTLUNARDAGATAL VERT

https://youtu.be/F8XgtSUTy2A

* indicates required

Skjámynd – desktop dagatöl

Það er langt síðan maður hefur leitað sér að nýrri desktop mynd – og ekki er komið að því að gera það 🙂

Hér fyrir neðan eru þægilegar desktop myndir fyrir tölvuna þína.  Fyrsta er jan-mar, næsta apr-jún, svo júl-sep og að lokum okt-des.  Mjög þægilegt að hafa fyrir framan sig á skjánum.

Janúar – mars

Júlí – september

Apríl – júní

Október – desember