fbpx

SAMRÆMDAR MERKINGAR. – Handbók íslenska merkjakerfisins fyrir söfnun úrgangs

Um er að ræða samræmt litakóða-, tákna- og hugtakakerfi sem nær yfir söfnun úrgangs frá heimilum og rekstraraðilum og á móttökustöðvum.  Handbókin inniheldur:

  • Rétta liti fyrir þá sem vinna með merkin
  • Rétt tákn í nokkrum útgáfum
  • Rétta hugtakanotkun
  • Leiðbeiningar um rétta notkun

Þessi handbók er sett fram svo samræmi haldist. Notendur eru hvattir til að kynna sér efni handbókarinnar vel áður en hafist er handa við að nota merkin.

Sæktu þína handbók hér ↓

Samræmd vinnubrögð auðvelda öllum sína vinnu

 Í þessari notendahandbók er að finna upplýsingar um íslenska útfærslu af samnorrænu merkingakerfi fyrir flokkun og söfnun úrgangs og notkun þess.  Verkefnið var styrkt af Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu.

Það hefur það markmið að auðvelda notendum að flokka eins og til er ætlast og stuðla þannig að hreinni úrgangsstraumum og aukinni endurnotkun og endurvinnslu.

Tilgangurinn er að hafa einfaldar, skýrar og greinagóðar upplýsingar um flokkun úrgangs á þeim stað sem úrgangur fellur til og er safnað. Einnig að upplýsingar til notenda séu alls staðar eins þrátt fyrir að söfnun úrgangs á hverjum stað geti verið breytileg.

Meðal þess sem fjallað er um er:

Réttir liti

Kerfið er byggt upp á 8 flokkum, hver með sinn lit.

Rétt tákn.

Kerfið býður upp á 78 tákn.  Þau standa saman af lit, tákn og heiti.

Rétt hugtakanotkun

Æskilegt er að allir noti sömu hugtök um sömu efni. 

Notkunarreglur

Handbókin útskýrir hvernig á að nota og hvernig má ekki nota táknin.

Um félagið

Fenúr hefur það að markmiði að standa fyrir faglegri umræðu um sorphirðu og endurvinnslu. Hlutverk félagsins er miðlun traustra upplýsinga jafnframt því að eiga í alþjóðlegri samvinnu.

Fagráð um endurnýt/úrg

Kt. 500299-3559 – Vsk.Nr. 79283 Tengiliður: Áslaug Hulda Jónsdóttir – GSM: 858-3555 Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík
fenur@fenur.is

Um ISWA

ISWA eða International Solid Waste Association eru óháð félagasamtök á alþjóðavísu sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni.

Markmið ISWA

Markmið ISWA er að hvetja til sjálfbærrar úrgangsmeðhöndlunar á heimsvísu.
FENÚR er aðili að samtökunum.

Kynntu þér starfsemi fagráðsins á heimasíðu þeirra www.iswa.org