fbpx

Það sem þú trúir, er! Eða “perception is reality”

by | Aug 23, 2012 | Samfélagsmiðlar, Skemmtilegt | 0 comments

Það er voðalega auðvelt að segja bara “Bandaríkjamenn eru svo ótrúlega shallow og vitlausir”.  En er það skýringin á því að svona “tilraun” virkar?

Tilraunin sem vísað er til var framkvæmd af Brett Cohen, 21 árs nemand í New York.  Brett er bara venjulegur gaur.  Hann dressaði sig eins og slebbi, fékk sér nokkra lífverði og fékk nokkra aðila til að láta eins og papparassa, þ.e. elta sig með myndavélar.  Með þetta stóð lífvarða og ljósmyndara fór hann útá Time Square.  Í myndbandinu má sjá hvað gerðist.

Hann lét eins og stjarna og það var því komið fram við hann eins og stjörnu.  Það safnaðist fólk að og yfir 300 manns létu taka mynd af sér með honum.  Af hverju?

Flestir hafa heyrt þetta með öndina: “If it looks like a duck, swims like a duck, and quacks like a duck, then it probably is a duck.

Það er því ekkert skrítið að fólk trúi að einhver sem þarf lífverði og er eltur af ljósmyndurum sé slebbi.  Alla langar að lenda í einhverju skemmtilegu, til dæmis að hitta “stjörnu”.

En þessi “tilraun” Brett sýnir fram á annað og meira en bara að þetta með öndina er ekki endilega rétt.  Tilraunin sýnir framá, að það sem þú trúir, er.  Eða “Perception is reality”.  Fólk trúði að það væri að hitta/sjá stjörnu og þess vegna leið því eins og það væri að hitta stjörnu.  Það sem þú trúir, er.

Svo er þetta auðvitað skýringin á Paris Hilton,  Kardashian fólkinu, Kristrúnu Ösp og Ásdísi Rán – þ.e. þetta fólk lét bara eins og stjörnur og kom sér í blöðin þar til það var frægt.

Atburðurinn vakti það mikla athygli að frá honum var m.a. sagt á Adweek.  Meira að segja þótti þetta það merkilegt að AdFrek (Adweek á fb) setti þetta sem “cover mynd” á Facebook síðunni sinni.

Ég hef áður skrifað um “Perception is reality” í “Segðu mér sögu.”  Þar er nálgunin önnur, en grunnurinn sá sami, þ.e. það sem þú trúir, er. Eða perception is reality.

Deildu gleðinni

Tengdar greinar