fbpx

Þú þarft ekki að sjá logo til að fatta hver er að auglýsa

by | Oct 24, 2013 | Auglýsingar, Branding | 0 comments

Þegar við kenndum Vörumerkjastjórnun (branding) var bannað að nota Apple sem dæmisögu um eitthvað sem var vel gert útfrá uppbyggingu vörumerkis.  Það varð bara svo hvimleitt að hlusta á sama fyrirtækið/vörumerkið notað í sífellu sem dæmi um það sem vel var gert.

En það er ekkert skrítið að nemendum okkar hafi fundist freistandi að nota þetta vörumerki sem dæmi um vörumerki sem hefur unnið sína vörumerkjavinnu vel.  Nýja Ipad Air auglýsinginn (hér f. neðan) er gott dæmi. Það er einhver áferð, einhver tilfinning sem gerir það að verkum að þú færð strax á tilfinninguna að þetta sé auglýsing frá Apple.

Það er vel gert, þegar áferðin á vörumerkinu þínu er orðin svo skýr og auðþekkt að fólk þarf ekki að sjá logo eða nafn til að fatta eða finna að um boðmiðlun frá þér er að ræða.

Nú svo er þetta bara flott auglýsing, óháð því hvað þér kann að finnast um Ipad eða aðrar vörur frá Apple.

Nýja Ipad Air auglýsingin:

Ps. ef þú ert að velta fyrir þér hvers vegna þú kannast svona við röddina í auglýsingunni er það vegna þess að þetta er Bryan Cranston úr Breaking bad.

Deildu gleðinni

Tengdar greinar