fbpx

Hvort er eðlilegra að vera nakinn í sturtu eða ekki?

by | Dec 4, 2012 | Auglýsingar | 2 comments

Þessi auglýsing var á baksíðu Eiðfaxa 1984.

Nú get ég ekki sagt til um það hvort hún orsakið blaðaskrif, umræður í útvarpi eða í kaffistofum landsmanna í þá daga.  Það var auðvitað ekki til neitt blogg á þessum tíma svo að þeir sem voru virkilega pirraðir höfðu ekki sama tækifæri og nú til að sáldra pirri sínu yfir samborgarana.

Það verður að teljast líklegt að í dag myndi svona auglýsing vekja upp neikvæð viðbrögð. Facebook yrði undirlagt, Reykjavík síðdegis fengi nokkur símtöl og einhverjir bloggarar myndu láta  láta vaða yfir Vatnsvirkjann og svo er ekki ólíklegt að eitt stykki “boycott” færi í gang.

Varla er hægt að segja að fyrirsætan sé í erótískum stellingum, en hún berar sig svo sannarlega meira en gengur og gerist í auglýsingum dag.  Spurningin er hvort þetta gerir hlutgerir konur, er niðrandi eða óæskilegt.  Eða er eðlilegt að vera nakinn í sturtu og sýnir auglýsingin kannski bara eðlilega notkun á vörunni sem er verið að auglýsa?

nakin í sturtu

Eiðfaxi 1984

 

 

Deildu gleðinni

Tengdar greinar