fbpx

Blautir draumar um Viral

by | Apr 14, 2011 | Auglýsingar, Markaðsmál, Samfélagsmiðlar, VERT | 0 comments

Það er svo sem ekki skrítið að markaðsstjórar dreymi um að efni frá þeim verði “Viral”.  Þá er átt við að efnið nái mikilli dreifingu án þess að hafa þurft að borga fyrir það.   Efnið er þá þess eðlis að almenningur finnur hjá sér þörf til að senda það óumbeðið áfram á sína vini eða setja á vegginn sinn.

Þetta er hinn blauti draumur þeirra sem vinna við markaðssetningu af nokkrum ástæðum, m.a. að þetta er ódýrt og svo er efnið greinilega svo áhugavert að fólk af eigin ástæðum ákveður að koma því áleiðis til sinna vina.

Það er þó verulega erfitt að segja fyrir um hvað verður “Viral”.  Í eftirfarandi myndbandi má fá nokkur góð ráð og fínar vangaveltur um hvað þarf til.

[yframe url=’http://www.youtube.com/watch?v=Yvq4iCCzjJw’]

Deildu gleðinni

Tengdar greinar